Kona í flóði 15. desember 2011 07:00 Ég ætti örugglega ekki að vera að skrifa þennan pistil en geri það nú samt. Hann verður til í ölduróti í brjáluðu bókaflóði. Einhvers staðar í útsoginu svömlum ég og frábæru konurnar sem flúðu frá Írak og fengu hæli á Akranesi. Upphaflega lagði ég mikla áherslu á að bókin okkar kæmi út að vori – gat ekki hugsað mér að enda í auglýsingabrjálæðinu með jafnviðkvæmt efni. Það þótti hins vegar ekki gott markaðsráð. Íslendingar kaupa nefnilega fyrst og fremst bækur fyrir jólin og þá vilja þeir sko nýjar bækur – ekki bækur sem komu út fyrr á árinu. Vorbækur eru old news. Í öðru lagi eru bækurnar sem fólk kaupir fyrir sig sjálft venjulega kiljur. Harðspjalda bækur eru iðulega keyptar sem gjöf – fyrir jólin. Vorbókin mín hefði sem sé ef öllum markaðsráðum hefði verið fylgt þurft að verða kilja. Fyrst fauk í mig. Ég hafði aldrei áður heyrt að maður keypti ekki harðspjalda bók nema í aðdraganda jólanna. Hvaða rugl var þetta? Á hinn bóginn rak mig vart minni til þess að hafa nokkurn tímann keypt harðspjalda bók öðruvísi en á aðventunni. Dóh! Ég gaf mig. Í millitíðinni hafði ég líka áttað mig á að sögupersónurnar væru svo miklir töffarar að eitt jólabókaflóð yrði varla það mikil skelfing. Ekki fyrir konur sem lifðu af bílsprengjur, morðhótanir og flóttamannabúðir í eyðimörk. Við ákváðum titil: Ríkisfang: Ekkert – og svo rann útgáfudagur upp. Það var stórkostlegur dagur. Mörg hundruð manns mættu í útgáfuveisluna á Akranesi og okkur verkjaði í höfuðið eftir að hafa hlegið og brosað út að eyrum í marga klukkutíma. Í Reykjavík daginn eftir var fullt út að dyrum. Í framhaldinu hófust síðan óteljandi upplestrar um borg og bý. Jólabókaflóðið er fyndinn tími. Maður hittir fullt af skemmtilegu fólki í alls kyns samtökum og félögum. Það er fjör. Maður liggur yfir fjölmiðlum og auglýsingum. Það er ekki fjör. Lógíkin í markaðsmálunum er almennt önnur en ég hefði haldið: Þær bækur sem seljast eru auglýstar. Ekki öfugt. Ánægjulegast af öllu hefur verið að heyra konurnar segja frá því að ótal manns hafi stoppað þær á Akranesi og þakkað þeim fyrir að segja sögu sína. Bókin kemur á morgun úr þriðju prentun og við erum hoppandi kátar. Konurnar sjálfar eru ákaflega ólíkar innbyrðis – jafnólíkar og átta íslenskar konur sem valdar væru af handahófi – en þær eiga það sameiginlegt að vera harðjaxlar. Það hefur verið einstakt að kynnast þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Ég ætti örugglega ekki að vera að skrifa þennan pistil en geri það nú samt. Hann verður til í ölduróti í brjáluðu bókaflóði. Einhvers staðar í útsoginu svömlum ég og frábæru konurnar sem flúðu frá Írak og fengu hæli á Akranesi. Upphaflega lagði ég mikla áherslu á að bókin okkar kæmi út að vori – gat ekki hugsað mér að enda í auglýsingabrjálæðinu með jafnviðkvæmt efni. Það þótti hins vegar ekki gott markaðsráð. Íslendingar kaupa nefnilega fyrst og fremst bækur fyrir jólin og þá vilja þeir sko nýjar bækur – ekki bækur sem komu út fyrr á árinu. Vorbækur eru old news. Í öðru lagi eru bækurnar sem fólk kaupir fyrir sig sjálft venjulega kiljur. Harðspjalda bækur eru iðulega keyptar sem gjöf – fyrir jólin. Vorbókin mín hefði sem sé ef öllum markaðsráðum hefði verið fylgt þurft að verða kilja. Fyrst fauk í mig. Ég hafði aldrei áður heyrt að maður keypti ekki harðspjalda bók nema í aðdraganda jólanna. Hvaða rugl var þetta? Á hinn bóginn rak mig vart minni til þess að hafa nokkurn tímann keypt harðspjalda bók öðruvísi en á aðventunni. Dóh! Ég gaf mig. Í millitíðinni hafði ég líka áttað mig á að sögupersónurnar væru svo miklir töffarar að eitt jólabókaflóð yrði varla það mikil skelfing. Ekki fyrir konur sem lifðu af bílsprengjur, morðhótanir og flóttamannabúðir í eyðimörk. Við ákváðum titil: Ríkisfang: Ekkert – og svo rann útgáfudagur upp. Það var stórkostlegur dagur. Mörg hundruð manns mættu í útgáfuveisluna á Akranesi og okkur verkjaði í höfuðið eftir að hafa hlegið og brosað út að eyrum í marga klukkutíma. Í Reykjavík daginn eftir var fullt út að dyrum. Í framhaldinu hófust síðan óteljandi upplestrar um borg og bý. Jólabókaflóðið er fyndinn tími. Maður hittir fullt af skemmtilegu fólki í alls kyns samtökum og félögum. Það er fjör. Maður liggur yfir fjölmiðlum og auglýsingum. Það er ekki fjör. Lógíkin í markaðsmálunum er almennt önnur en ég hefði haldið: Þær bækur sem seljast eru auglýstar. Ekki öfugt. Ánægjulegast af öllu hefur verið að heyra konurnar segja frá því að ótal manns hafi stoppað þær á Akranesi og þakkað þeim fyrir að segja sögu sína. Bókin kemur á morgun úr þriðju prentun og við erum hoppandi kátar. Konurnar sjálfar eru ákaflega ólíkar innbyrðis – jafnólíkar og átta íslenskar konur sem valdar væru af handahófi – en þær eiga það sameiginlegt að vera harðjaxlar. Það hefur verið einstakt að kynnast þeim.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun