Auðvitað er rekið kjördæmapot 15. desember 2011 06:00 Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen skrifar merka grein á vísir.is 3. desember sl. sem hann kallar Úr fangelsi kjördæmapotsins. Það er gaman að lesa eftir Ólaf þó ég sé vissulega ekki alltaf sammála honum og alls ekki núna. Ég verð að játa að ég varð bæði sár og næstum því móðgaður eftir að hafa lesið þessi skrif Ólafs. Nú verður seint hægt að saka mig um að vera sérstakur aðdáandi alþingismanna, hvort heldur er Sunnlendinga eða annarra, en þarna finnst mér ómaklega vegið að æru fólks sem þrátt fyrir allt er af bestu getu að vinna fyrir umbjóðendur sína. Mér þykir rétt að benda á þá staðreynd að landinu er skipt upp í kjördæmi. Fyrir hvert kjördæmi sitja þingmenn sem kosnir eru af íbúum viðkomandi svæðis. Þingmenn Suðurkjördæmis eystra eru til dæmis ekki kosnir af Reykvíkingum frekar en þingmenn Norðausturkjördæmis. Þingmenn Sunnlendinga eru kosnir af íbúum Suðurkjördæmis og ef ekki til að vinna að hagsmunum Sunnlendinga, þá hverra? Auðvitað er rekið kjördæmapot á Íslandi. Það hefur alla tíð verið gert. Þar hafa landsbyggðarþingmenn farið fram frekar en þingmenn Reykvíkinga, það mun rétt vera. Ástæðan er aðstöðumunur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er einhvern veginn þannig að fjármagn og atvinnuuppbygging hafa tilhneigingu til að sogast til Reykjavíkur. Þar eru stofnanirnar sem höndla með fé landsmanna, þar búa embættismennirnir sem taka ákvarðanirnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að flytja til dæmis opinber störf út á landsbyggðina er eins og eitthvert tregðulögmál sé í gangi. Lögmál sem segir að ekki sé hagkvæmt að flytja þekkingu af höfuðborgarsvæðinu, bara þangað. Þar eru öll tækifærin og þar eru líka hæstu launin. Ég ætla ekki að fara að skæla yfir þessum staðreyndum, enda ekki óeðlilegt að Reykjavík sé miðpunkturinn, en vænt þætti mér um ef Ólafur og fleiri sem deila þessum skoðunum hans gæfu sér örlítinn tíma til að skoða fleiri hliðar málanna en þær sem þykja hinn eini stóri sannleikur innan við Rauðavatn. Við skulum ekki vera feimin við að kalla hlutina sínum nöfnum en við ættum að gæta þess að gera þá ekki tortryggilega eða gera lítið úr áhyggjum landsbyggðarfólks eða úr vinnu þeirra sem reyna að andæfa. Fangelsismálið er atvinnuspursmál, hvort sem Ólafi líkar það betur eða verr. Atvinnuspursmál fyrir á milli 60-70 manns ef satt skal segja og þar eru ekki meðtalin afleidd störf eða önnur samfélagsleg áhrif. Gaman væri að skoða hvaða hlutfallslegur fjöldi það væri á höfuðborgarsvæðinu en til þess skortir mig reiknigetu. Flest er hægt að reikna til Reykjavíkur ef notaðir eru mælikvarðar höfuðborgarsvæðisins. Að endingu legg ég til við Ólaf að hann beini gagnrýni sinni frekar að þeim fjölmörgu sérhagsmunapoturum sem mæla götur Reykjavíkur og virðast hafa margföld áhrif á við þingmenn. Manni detta fyrst í hug hagsmunagæslumenn fjármálakerfisins og sjávarútvegsfyrirtækja. Þar virðast menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð og mætti skoðast nánar. Það er hægt að skamma þingmenn fyrir ýmislegt en ekki þegar þeir sinna hlutverki sínu, sem er að vinna umbjóðendum sínum til gagns.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun