Úlpan í bílskúrnum Úrsúla Junemann skrifar 15. desember 2011 06:00 Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ég var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“ Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlýtur að vera útendingur! Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sinna ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg. Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl, sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á sem sagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og „skjólfötin“ eru úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn næli sér fyrst allra í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum? Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó? Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart? Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu? Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum? Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun