Gangið hægt um gleðinnar dyr 13. desember 2011 06:00 Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun