Aðdáendurnir himinlifandi með mistök Djöflaeyjunnar 12. desember 2011 11:00 Þórhallur Gunnarsson endurklippti Game of Thrones-innslag Djöflaeyjunnar en það virðist ekki hafa dugað til, óklippta útgáfan er komin inn á aðdáendasíðu þáttanna, Winter-is-coming.net. Fréttablaðið/Vilhelm Óklippt innslag af menningarþættinum Djöflaeyjunni, þar sem tökustaður Game of Thrones var heimsóttur, er nú að finna inni á aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku sást í innslaginu persóna sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt ríka áherslu á að yrði haldið leyndri og höfðu gert heiðurssamkomulag við þá fjölmiðla sem heimsóttu tökustaðinn að umrædd persóna yrði hvergi nefnd né birt. Aðdáendur hafa nú upplýst að persónan heitir Ygritte og er leikin af Rose Leslie. „Ég er búinn að ræða þetta við framleiðendurna og þeir eru auðvitað mjög leiðir yfir þessu. En svona getur alltaf gerst þegar fjölmiðlum er hleypt inn á tökustað og það er ekkert hægt að gera í þessu núna,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus, en fyrirtækið þjónustar tökulið Game of Thrones. Í kjölfarið á kvörtunum brást Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Djöflaeyjunnar, skjótt við og endurklippti þáttinn fyrir vefsíðu RÚV. En það virðist ekki hafa dugað til því vefsíðan winter-is-coming.net, sem er ein stærsta aðdáendasíða þáttanna, birti óklippt myndband Djöflaeyjunnar frá notenda sem kallar sig gunnarahlidarenda. Og þar sést umrædd persóna, skýrt og greinilega. „Ygritte lítur stórkostlega út,“ segir einn af ritstjórum vefjarins. Umræðurnar um myndbandið eru ansi fjörugar á aðdáendasíðunni og Game of Thrones-aðdáendurnir eru himinlifandi með mistök RÚV. Og sem betur fer fyrir aðstandendur Game of Thrones virðast aðdáendur einnig vera sáttir við útlitið á persónunni. „Ég dýrka lita-pallíetturnar á búningnum hennar,“ segir aðdáandi að nafni Lina. [email protected] Game of Thrones Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Óklippt innslag af menningarþættinum Djöflaeyjunni, þar sem tökustaður Game of Thrones var heimsóttur, er nú að finna inni á aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku sást í innslaginu persóna sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt ríka áherslu á að yrði haldið leyndri og höfðu gert heiðurssamkomulag við þá fjölmiðla sem heimsóttu tökustaðinn að umrædd persóna yrði hvergi nefnd né birt. Aðdáendur hafa nú upplýst að persónan heitir Ygritte og er leikin af Rose Leslie. „Ég er búinn að ræða þetta við framleiðendurna og þeir eru auðvitað mjög leiðir yfir þessu. En svona getur alltaf gerst þegar fjölmiðlum er hleypt inn á tökustað og það er ekkert hægt að gera í þessu núna,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus, en fyrirtækið þjónustar tökulið Game of Thrones. Í kjölfarið á kvörtunum brást Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Djöflaeyjunnar, skjótt við og endurklippti þáttinn fyrir vefsíðu RÚV. En það virðist ekki hafa dugað til því vefsíðan winter-is-coming.net, sem er ein stærsta aðdáendasíða þáttanna, birti óklippt myndband Djöflaeyjunnar frá notenda sem kallar sig gunnarahlidarenda. Og þar sést umrædd persóna, skýrt og greinilega. „Ygritte lítur stórkostlega út,“ segir einn af ritstjórum vefjarins. Umræðurnar um myndbandið eru ansi fjörugar á aðdáendasíðunni og Game of Thrones-aðdáendurnir eru himinlifandi með mistök RÚV. Og sem betur fer fyrir aðstandendur Game of Thrones virðast aðdáendur einnig vera sáttir við útlitið á persónunni. „Ég dýrka lita-pallíetturnar á búningnum hennar,“ segir aðdáandi að nafni Lina. [email protected]
Game of Thrones Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira