Mikilvæg spurning gleymist Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. desember 2011 06:00 Úttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni. Þá er enn eftir að leiðrétta fyrir fleiri þáttum. Karlar hafa til dæmis iðulega lengri starfsaldur, meiri menntun, eru hærra settir í fyrirtækjum og bera meiri fjárhagslega ábyrgð. Þegar allt þetta hefur verið tekið með í reikninginn er „óútskýrði“ launamunurinn, það er munur sem ekki verður útskýrður með öðru en kynferði, oft bara orðinn fáein prósent. Þegar aðeins er horft á leiðrétta launamuninn er þó að sumu leyti verið að koma sér hjá því að svara mikilvægri spurningu, sem ætti með réttu að æpa á fólk: Hvers vegna eru konur iðulega með skemmri starfsaldur, minni menntun, hafa síður mannaforráð og bera minni fjárhagslega ábyrgð í fyrirtækjum en karlar? Í nýrri skýrslu starfshóps borgarstjórnar Reykjavíkur um launamun kynjanna hjá borginni er sjónum réttilega beint að óleiðrétta launamuninum og hann sagður „afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, þ.e. konur eiga oft styttri starfsaldur að baki þar sem þær taka frekar á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi m.a. vegna ríkjandi launamunar kynjanna“. Þarna stendur hnífurinn í kúnni og hefur gert lengi. Karlar og konur eru föst í vítahring sem er ágætlega lýst í skýrslunni: „Á meðan konur eru með lakari kjör en karlar þá er líklegra að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir t.d. þegar sinna þarf veiku barni eða öldruðum foreldrum sem viðheldur áframhaldandi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði.“ Svo lengi sem karlar taka ekki þátt í heimilisstörfum og barnauppeldi til jafns við konur leiðir það jafnframt af sér ójafnvægi milli kynjanna á vinnumarkaðnum. Það þarf að vinna gegn misréttinu á báðum vígstöðvum. Starfshópur borgarinnar leggur fram margar tillögur um hvernig megi eyða launamuninum, sem liggur fyrst og fremst í aksturs- og yfirvinnugreiðslum. Ein sú áhugaverðasta er að reyna að skapa fjölskylduvænan vinnustað, þar sem yfirvinnu sé haldið í lágmarki. Starfshópurinn bendir á að konur afkasti líklega meiru en karlar, þar sem þær nái fremur að ljúka verkefnum sínum á dagvinnutíma og þurfi ekki að vinna yfirvinnu. Kynferðið sem slíkt skýrir varla þennan mun. Líklega útskýrist hann frekar af þeirri ábyrgð og verkefnum sem bíða heima fyrir. Sá sem þarf að sækja krakkana í leikskólann, kaupa inn og elda drífur verkefnin frekar af en sá sem ekki ber þá ábyrgð. Styttingu vinnuvikunnar þarf því að fylgja hvatning til karlanna að axla ábyrgð á fjölskyldulífinu til jafns við konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Úttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni. Þá er enn eftir að leiðrétta fyrir fleiri þáttum. Karlar hafa til dæmis iðulega lengri starfsaldur, meiri menntun, eru hærra settir í fyrirtækjum og bera meiri fjárhagslega ábyrgð. Þegar allt þetta hefur verið tekið með í reikninginn er „óútskýrði“ launamunurinn, það er munur sem ekki verður útskýrður með öðru en kynferði, oft bara orðinn fáein prósent. Þegar aðeins er horft á leiðrétta launamuninn er þó að sumu leyti verið að koma sér hjá því að svara mikilvægri spurningu, sem ætti með réttu að æpa á fólk: Hvers vegna eru konur iðulega með skemmri starfsaldur, minni menntun, hafa síður mannaforráð og bera minni fjárhagslega ábyrgð í fyrirtækjum en karlar? Í nýrri skýrslu starfshóps borgarstjórnar Reykjavíkur um launamun kynjanna hjá borginni er sjónum réttilega beint að óleiðrétta launamuninum og hann sagður „afleiðing af aðstöðumun og mismunun milli kynja, þ.e. konur eiga oft styttri starfsaldur að baki þar sem þær taka frekar á sínar herðar ábyrgð á barnauppeldi m.a. vegna ríkjandi launamunar kynjanna“. Þarna stendur hnífurinn í kúnni og hefur gert lengi. Karlar og konur eru föst í vítahring sem er ágætlega lýst í skýrslunni: „Á meðan konur eru með lakari kjör en karlar þá er líklegra að starf karlmannsins verði látið ganga fyrir t.d. þegar sinna þarf veiku barni eða öldruðum foreldrum sem viðheldur áframhaldandi launamun kynjanna og ríkjandi viðhorfum til kvenna á vinnumarkaði.“ Svo lengi sem karlar taka ekki þátt í heimilisstörfum og barnauppeldi til jafns við konur leiðir það jafnframt af sér ójafnvægi milli kynjanna á vinnumarkaðnum. Það þarf að vinna gegn misréttinu á báðum vígstöðvum. Starfshópur borgarinnar leggur fram margar tillögur um hvernig megi eyða launamuninum, sem liggur fyrst og fremst í aksturs- og yfirvinnugreiðslum. Ein sú áhugaverðasta er að reyna að skapa fjölskylduvænan vinnustað, þar sem yfirvinnu sé haldið í lágmarki. Starfshópurinn bendir á að konur afkasti líklega meiru en karlar, þar sem þær nái fremur að ljúka verkefnum sínum á dagvinnutíma og þurfi ekki að vinna yfirvinnu. Kynferðið sem slíkt skýrir varla þennan mun. Líklega útskýrist hann frekar af þeirri ábyrgð og verkefnum sem bíða heima fyrir. Sá sem þarf að sækja krakkana í leikskólann, kaupa inn og elda drífur verkefnin frekar af en sá sem ekki ber þá ábyrgð. Styttingu vinnuvikunnar þarf því að fylgja hvatning til karlanna að axla ábyrgð á fjölskyldulífinu til jafns við konur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun