Spaðarnir þeyttust af vindmyllu í Belgsholti 3. desember 2011 09:00 Vindmyllan í Belgsholti Haraldur Magnússon í Belgsholti kveðst lengi hafa haft áhuga á að beisla vindorkuna og loks hafa keypt þessa vindmyllu frá Svíþjóð og sett hana upp í sumar. Myndin er frá því að verið var að reisa mylluna.Mynd/Hannevind „Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. [email protected] Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
„Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. [email protected]
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira