Deilt innan beggja flokka um ráðherra - Fréttaskýring 3. desember 2011 05:00 eftir kosningar Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna. Menn hafa komið og farið og jafnvel komið aftur og ráðuneyti hafa verið sameinuð undir einn hatt.fréttablaðið/vilhelm Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. [email protected] Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hvað er að gerast í ráðherraskiptum? Enn er óvíst hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni. Ljóst er að tilkynning um breytingar verður ekki gefin út fyrr en í fyrsta lagi eftir samþykkt fjárlaga, sem koma til þriðju umræðu á þriðjudag. Eins líklegt er að einhverjar vikur séu í breytingar. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um hvað í vændum sé. Stefnt hefur verið að sameiningu ráðuneyta; að skipta iðnaðarráðuneytinu upp, sameina hluta þess umhverfisráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hluta þess sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Afar hæpið er að í þessar breytingar verði farið til að mæta þeirri kröfu að Jón Bjarnason víki úr ráðherrastóli. Alþingi samþykkti í haust breytingar á lögum um stjórnarráð og þar var tillögu forsætisráðherra um að það væri í hans valdi að sameina ráðuneyti og koma nýjum á fót hafnað. Nú þarf samþykkt Alþingis til þess. Sá kvittur hefur komist á kreik að vilji sé til þess að færa efnahags- og viðskiptaráðuneytið undir fjármálaráðuneytið. Um það gildir hið sama og hinar breytingarnar; samþykki Alþingis þarf til þess. Allsendis óvíst er að meirihluti sé fyrir slíkum breytingum, ekki síst ef einhverjum verður bolað óviljugum úr ráðherrastólum. Hvað síðastnefndu hugmyndina varðar virðist hún ekki komin langt. Ljóst er að slíkar breytingar væru fullkominn viðsnúningur á stefnu ríkisstjórnarinnar svo sem sjá má í stjórnarsáttmálanum: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnahags- og viðskiptaráðuneytis.“ Ljóst er að allur dráttur á ákvörðun verður til þess að skapa frekari óróa. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu það ekki til marks um mikinn skörungsskap hjá formönnum flokkanna að málið væri í jafn mikilli óvissu og raun ber vitni. Hugmyndir varðandi aflagningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sýna, svo ekki verður um villst, að skoðanir eru skiptar innan Samfylkingarinnar, eins og hjá Vinstri grænum. Þær þykja aðför að Árna Páli Árnasyni, enda yrði ráðuneyti hans lagt af. Þá er hægri armur flokksins í ýmsu orðinn leiður á þeim vandræðum sem fylgja stjórnarsamstarfinu og er farinn að velta öðrum kostum fyrir sér. [email protected]
Fréttir Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira