Samtal um trú og samfélag 2. desember 2011 06:00 Spurningin um tilvist Guðs eða tilvist hins illa er ekki knýjandi í trúmálaumræðu dagsins. Trúarspurningar samtímans snúast fremur um sýn okkar á hið góða samfélag og um hlutverk og rými hins trúarlega innan þess. Um þetta fjallar samtalið um kirkju og skóla í höfuðborginni. Deilur um ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkur endurspegla ágreining um sýnina á hið góða samfélag. Ekki er deilt um trúarbragðafræðslu. Námskrá grunnskóla er skýr og henni er fylgt eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað. Deilurnar standa um þann félagslega umbúnað sem trú og trúariðkun nemenda er sniðið af skóla og menntayfirvöldum. Aðgerðir borgarinnar beinast að því starfi trúfélaga með börnum og unglingum sem getur flokkast sem boðun og skarast við tíma og rými skólans. Hér má nefna fermingarstarf sem krefst sveigjanleika frá hefðbundnu skólastarfi og tilboð um kirkjustarf í skipulögðum frístundum skólabarna. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar byggir á þeirri sýn að trúin sé eitt af því mikilvæga í lífi manneskjunnar og þar með í samfélaginu. Gagnrýna má borgaryfirvöld fyrir að taka trúna út fyrir rammann og setja önnur viðmið fyrir tengsl trúfélaga og skóla en íþróttahreyfinga, skáta og tónlistarskóla. Þjóðkirkjan er stærsta trúfélagið í Reykjavík og á landinu öllu. Að mörgu leyti hefur kirkjan gengið hreint til verks. Hún hefur markað sér stefnu um aðgreiningu fræðslu sem er á ábyrgð skólans og boðunar sem kirkjan sinnir. Forsvarsmenn sókna og hverfisskóla hafa einnig nálgast málið af ábyrgð og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og fundið leiðir til að umgangast hið trúarlega sem hluta af fjölbreytileika samfélagsins. Samtalið um hið góða samfélag og hlutverk trúarinnar heldur áfram í kirkju, skóla og borg. Áskorunin er að draga úr tortryggni og efla traust. Aðferðin er samtal og hlustun með visku og skilningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Spurningin um tilvist Guðs eða tilvist hins illa er ekki knýjandi í trúmálaumræðu dagsins. Trúarspurningar samtímans snúast fremur um sýn okkar á hið góða samfélag og um hlutverk og rými hins trúarlega innan þess. Um þetta fjallar samtalið um kirkju og skóla í höfuðborginni. Deilur um ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkur endurspegla ágreining um sýnina á hið góða samfélag. Ekki er deilt um trúarbragðafræðslu. Námskrá grunnskóla er skýr og henni er fylgt eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað. Deilurnar standa um þann félagslega umbúnað sem trú og trúariðkun nemenda er sniðið af skóla og menntayfirvöldum. Aðgerðir borgarinnar beinast að því starfi trúfélaga með börnum og unglingum sem getur flokkast sem boðun og skarast við tíma og rými skólans. Hér má nefna fermingarstarf sem krefst sveigjanleika frá hefðbundnu skólastarfi og tilboð um kirkjustarf í skipulögðum frístundum skólabarna. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar byggir á þeirri sýn að trúin sé eitt af því mikilvæga í lífi manneskjunnar og þar með í samfélaginu. Gagnrýna má borgaryfirvöld fyrir að taka trúna út fyrir rammann og setja önnur viðmið fyrir tengsl trúfélaga og skóla en íþróttahreyfinga, skáta og tónlistarskóla. Þjóðkirkjan er stærsta trúfélagið í Reykjavík og á landinu öllu. Að mörgu leyti hefur kirkjan gengið hreint til verks. Hún hefur markað sér stefnu um aðgreiningu fræðslu sem er á ábyrgð skólans og boðunar sem kirkjan sinnir. Forsvarsmenn sókna og hverfisskóla hafa einnig nálgast málið af ábyrgð og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og fundið leiðir til að umgangast hið trúarlega sem hluta af fjölbreytileika samfélagsins. Samtalið um hið góða samfélag og hlutverk trúarinnar heldur áfram í kirkju, skóla og borg. Áskorunin er að draga úr tortryggni og efla traust. Aðferðin er samtal og hlustun með visku og skilningi.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun