Minningar 1. desember 2011 06:00 Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær?
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun