Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring 11. nóvember 2011 04:00 öryggisráðið Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi sínu sem eitt fastra ríkja í Öryggisráðinu. Kína og Rússland munu kjósa með aðild Palestínu og Bretar munu sitja hjá. Líklegt er talið að Frakkland geri það líka. Meirihluti hinna ríkjanna er talinn munu styðja aðild eða sitja hjá. fréttablaðið/ap Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. [email protected] Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. [email protected]
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira