Þúsund sóttu um Game of Thrones 1. nóvember 2011 09:00 Game of Thrones sver sig í ætt við Hringadróttinssögu, en þúsund manns sóttu um að fá að vera statistar í tökunum hér á landi, sem fara fram í lok nóvember á Suðurlandi. Kit Harington verður að öllum líkindum í leikarahópnum sem hingað kemur. „Frá fimmtudagskvöldi til föstudagsmorguns fékk ég 500 tölvupósta,“ segir Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus. Hátt í þúsund manns sóttu um að fá að vera statistar í Game of Thrones fyrir tökur á Íslandi og segir Sara að framleiðendurnir séu komnir með meira en nóg, nú sé það hlutverk leikarastjóra eða „casting director“ að finna hina útvöldu. Auglýst var eftir skeggjuðum og vígalegum karlpeningi og segir Sara að flestir umsækjendur hafi uppfyllt þau skilyrði. „Það voru margir mjög flottir þarna inni á milli en sumir gleymdu að senda mynd af sér.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan ágúst á þessu ári er tökulið frá sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í lok nóvember. Tökur á umfangsmiklum vetrarsenum munu þá fara fram á Suðurlandi, en þættirnir hafa notið umtalsverðra vinsælda í Bandaríkjunum. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir skemmstu, en þættirnir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. Mikil leynd hefur hvílt yfir tökunum á annarri þáttaröðinni, sem farið hafa fram á Norður-Írlandi og Króatíu. Sara gat ekki gefið upp hversu margir fengju hlutverk í tökunum, það ætti eftir að koma í ljós þegar nær drægi. „Við erum svona að stilla það saman við framleiðendurna úti.“ Sara vildi heldur ekki gefa upp hvort til stæði að byggja stóra leikmynd sem nýtt yrði í þáttunum, en það er bandaríski sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina.- fgg Game of Thrones Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira
„Frá fimmtudagskvöldi til föstudagsmorguns fékk ég 500 tölvupósta,“ segir Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus. Hátt í þúsund manns sóttu um að fá að vera statistar í Game of Thrones fyrir tökur á Íslandi og segir Sara að framleiðendurnir séu komnir með meira en nóg, nú sé það hlutverk leikarastjóra eða „casting director“ að finna hina útvöldu. Auglýst var eftir skeggjuðum og vígalegum karlpeningi og segir Sara að flestir umsækjendur hafi uppfyllt þau skilyrði. „Það voru margir mjög flottir þarna inni á milli en sumir gleymdu að senda mynd af sér.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan ágúst á þessu ári er tökulið frá sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í lok nóvember. Tökur á umfangsmiklum vetrarsenum munu þá fara fram á Suðurlandi, en þættirnir hafa notið umtalsverðra vinsælda í Bandaríkjunum. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 fyrir skemmstu, en þættirnir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. Mikil leynd hefur hvílt yfir tökunum á annarri þáttaröðinni, sem farið hafa fram á Norður-Írlandi og Króatíu. Sara gat ekki gefið upp hversu margir fengju hlutverk í tökunum, það ætti eftir að koma í ljós þegar nær drægi. „Við erum svona að stilla það saman við framleiðendurna úti.“ Sara vildi heldur ekki gefa upp hvort til stæði að byggja stóra leikmynd sem nýtt yrði í þáttunum, en það er bandaríski sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina.- fgg
Game of Thrones Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira