Ferðafrelsi Snorri Baldursson skrifar 29. október 2011 06:00 Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 25. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu aukablaðið „Ferðast um hálendið“. Útgefandi er ferðafrelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. Í blaðinu eru ýmsar greinar og sumar fróðlegar. Áberandi þema er þó meintur yfirgangur náttúruverndara og umhverfisyfirvalda við að hindra ferðafrelsi jeppamanna á hálendinu. Í grein sem nafnlaus skrifar undir fyrirsögninni „Það er verið að loka landinu“ er fullyrt að með verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs hafi 70 slóðum verið lokað, samtals 200 km að lengd. Megintilgangur þessarar greinar er ekki að elta ólar við rangar eða í besta falli afar villandi fullyrðingar sem þessar en þó má spyrja hvaða skilgreiningu á hugtakinu „slóð“ ónefndur notar. Er það réttmæt slóð sem aðeins er hægt að fara um á stórum jeppa á risadekkjum? Önnur spurning er svo hvenær slóð breytist í opinn veg. Er nóg að ökumaður haldinn frelsisþrá skælist yfir land utan vega til að GPS-ferill eftir hann sé skilgreindur sem vegur? Og enn má spyrja, fyrir hvern er það ferðafrelsi sem gerir einungis ráð fyrir illfærum slóðum um hálendið? Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru engar slóðir, aðeins vegir. Sé hluti þeirra 70 slóða, sem ónefndur vitnar til, GPS-ferlar sem til voru af Tungnaáröræfum þá er það vissulega rétt að mikið var hreinsað til í öllu því ferlaneti við gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar. Það var gert í samráði við Jöklarannsóknafélagið og Samtök um útivist sem Ferðaklúbburinn 4x4 á aðild að. Enn þarf að laga til í vegakerfinu á Tungnaáröræfum og hugsanlega að fækka vegum þar, því sumar skilgreindar leiðir reyndust ófærar þegar aðilar tengdir þjóðgarðinum hugðust aka þær á öflugum jeppum sumarið 2010. Í blaði ferðafrelsisnefndar er vitnað með virðingu og eftirsjá í frumkvöðla í bílamennsku á hálendinu, svo sem Jón Sigurgeirsson, Guðmund Jónasson og Pál Arason. Ég bendi á að þessir heiðursmenn unnu sín verk á allt öðrum tímum og í allt öðrum tíðaranda en nú ríkir. Þá ríkti önnur hugsun gagnvart umhverfinu. Þá þótti ekki aðeins sjálfsagt að aka yfir holt og hæðir heldur líka að hella notaðri olíu í bæjarlæki, veita óhreinsuðu skólpi í ár og vötn, brenna rusl og eiturefni á víðavangi og skera mýrlendi sundur og saman með skurðum. Mikið hefur áunnist í umhverfismálum á undanförnum áratugum en umgengni um hálendið hefur setið á hakanum. Þar hafa vélknúin ökutæki skilið eftir ljót og óþörf ummerki. Það er ósatt að verið sé að loka hálendinu fyrir ferðafólki. Þvert á móti eru yfirvöld að reyna að siðvæða ferðamennsku þar, færa hana yfir á skilgreinda vegi og inn í 21. öldina. Svokallað frelsi ganvart umhverfinu er oft ekkert annað en jarðvöðulsháttur. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er veganet sem spannar 813 km. Þetta veganet skilar ferðafólki að eða í gott göngufæri við alla eftirsóttustu staði þjóðgarðsins. Fram á áttunda áratuginn þótti sjálfsagt að aka fram og aftur um Lakagígagaröðina eins og hverjum ferðamanni blés í brjóst og jafnvel aka upp á suma gígana til að kíkja ofan í þá. Eftir að gígaröðin var friðlýst, árið 1976, var lokað fyrir slíkan akstur en í staðinn lagður einn vegur sem nú myndar hringleið um vestari gígaröðina. Færa má rök fyrir því að 20–30 slóðum hafi verið lokað við friðlýsingu Lakagíga. Ætlar frelsisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 að berjast fyrir því að þær verði opnaðar aftur?
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun