Réttur barna til vímulauss uppeldis 28. október 2011 06:00 Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun