Bankar og fólk Þorvaldur Gylfason skrifar 13. október 2011 06:00 Bankar eru til margra hluta nytsamlegir, mikil ósköp, en þeir geta jafnframt verið hættulegir. Það stafar af því, að stórir bankar geta umfram flest önnur fyrirtæki valdið saklausu fólki skakkaföllum, ef þeim hlekkist á. Bankakreppa getur jafnvel valdið efnahagshruni eins og dæmin sanna. Þess vegna ríður á, að eignarhaldi banka sé vel skipað og þeim stjórni hæft og heiðarlegt fólk. Í mörgum löndum og einnig á Íslandi gera lögin sérstakar hæfiskröfur til eigenda banka og annarra fjármálafyrirtækja. MeirimáttarkenndEngum stafar hætta af Tösku- og hanzkabúðinni á Skólavörðustígnum í Reykjavík, en hún fagnaði fimmtugsafmæli sínu á dögunum. Slík fyrirtæki gera öðrum gott og eru yfirleitt alveg hættulaus. Ef smáfyrirtæki hlekkist á eða meðalstóru, tekur það yfirleitt fáa aðra með sér í fallinu, það skilur í versta falli einhverja birgja eftir með ógreidda reikninga. Aldrei kæmi til álita, að ríkið kæmi slíku fyrirtæki til hjálpar eða þjóðnýtti það, ekki fyrir opnum tjöldum. Stórbankar og risafyrirtæki eru annað mál. General Motors, framleiðandi Chevrolet-bíla, er hryggjarstykkið í bandarísku efnahagslífi, var löngum sagt. Af þessu hugarfari spratt meinleg meirimáttarkennd, sem varð til þess, að GM dróst smám saman aftur úr í samkeppni við erlenda bílaframleiðendur og komst á endanum í þvílíkar kröggur, að alríkisstjórnin í Washington greip til þess ráðs að þjóðnýta sjálft hryggjarstykkið. Kínverjar kímdu. General Motors var talið vera of stórt til að falla: það hefði tekið of marga saklausa vegfarendur með sér í fallinu. Þjóðnýting GM var söguleg áminning til Bandaríkjamanna og heimsbyggðarinnar um nauðsyn þess að búa vel um hnútana í blönduðum markaðsbúskap. Almannavaldið þarf jöfnum höndum að hlúa að einkaframtaki og veita því aðhald til að tryggja heilbrigða samkeppni. Lög og reglur samfélagsins þurfa að tryggja, að ekkert fyrirtæki geti í krafti stærðar sinnar komizt í aðstöðu til að leggja fjárhag fjölda fólks í rúst. Þetta brást í Bandaríkjunum, víða í Evrópu og einnig hér heima með alkunnum afleiðingum. Að vaxa til að vaxaSkömmu fyrir hrun spurðist ég fyrir um það í bönkunum þrem hér heima, hvaða hugsun byggi að baki örum vexti þeirra. Ég fékk þau svör, að engin sérstök hugsun byggi að baki vextinum. Bankarnir uxu til að vaxa. Misserum saman hafði verið ljóst, að gjaldeyrisforði Seðlabankans dugði hvergi nærri til að verja bankana falli, yrðu þeir uppiskroppa með skammtímalánsfé frá útlöndum. Lausafjárþurrð blasti því við hvað sem öðru leið, en hvorki Seðlabankinn né ríkisstjórnin höfðu neinn viðbúnað svo sem Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir í skýrslu sinni. Seðlabankinn hefði til dæmis átt að hækka bindiskyldu bankanna eins og ég margbenti á hér í Fréttablaðinu, en Seðlabankinn ákvað heldur að verða við óskum bankanna um lægri bindiskyldu. Rannsóknarnefndin taldi vanrækslu stjórnvalda svo alvarlegs eðlis, að kanna þyrfti, hvort þrír ráðherrar, þrír seðlabankastjórar og forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins hefðu gerzt brotlegir við lög með því að vanrækja skyldur sínar. HraðahindranirStemma þarf í lögum stigu fyrir of örum vexti banka líkt og sjálfsagt þykir að lögfesta hámarkshraða á vegum. Hugsunin er hin sama í báðum dæmum: að vernda saklausa vegfarendur. Hraðahindranir í bankalöggjöf geta verið með ýmsu móti. Hægt er að halda vexti banka í skefjum með skattlagningu, bæði breytilegri skattheimtu af tekjum og sérstakri skattheimtu af fjármálagerningum svo sem nú er fyrirhugað í Evrópu. Því þarf trausta eldveggi milli stjórnmála og bankamála. Vanti slíka veggi, er hætt við, að skattlagningu banka sé ábótavant, því að menn skattleggja helzt ekki vini sína. Einnig er hægt að leggja kvaðir á banka um að leggja umframfé á bundna reikninga í seðlabönkum, til að halda aftur af útlánavexti, mæta afskriftum og öðrum áföllum og vernda bankana fyrir sjálfum sér. Loks er hægt að reisa eldveggi milli venjulegrar bankastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi, svo sem ríkisstjórn Roosevelts leiddi í lög í Bandaríkjunum í kreppunni miklu 1933. Þessir eldveggir voru rifnir niður eftir 1990. Margir telja, að til þess niðurrifs megi rekja fall Lehman Brothers 2008 og mikla erfiðleika margra annarra banka vestan hafs og austan eftir það. Aðrir benda á, að í Kanada hafi aldrei verið talin vera þörf fyrir slíka eldveggi. Kanadískum bönkum hefur aldrei hlekkzt á, að heitið geti, hvorki í kreppunni 1929-39 né í hremmingum síðustu ára. Skýringin virðist vera öflugt fjármálaeftirlit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Bankar eru til margra hluta nytsamlegir, mikil ósköp, en þeir geta jafnframt verið hættulegir. Það stafar af því, að stórir bankar geta umfram flest önnur fyrirtæki valdið saklausu fólki skakkaföllum, ef þeim hlekkist á. Bankakreppa getur jafnvel valdið efnahagshruni eins og dæmin sanna. Þess vegna ríður á, að eignarhaldi banka sé vel skipað og þeim stjórni hæft og heiðarlegt fólk. Í mörgum löndum og einnig á Íslandi gera lögin sérstakar hæfiskröfur til eigenda banka og annarra fjármálafyrirtækja. MeirimáttarkenndEngum stafar hætta af Tösku- og hanzkabúðinni á Skólavörðustígnum í Reykjavík, en hún fagnaði fimmtugsafmæli sínu á dögunum. Slík fyrirtæki gera öðrum gott og eru yfirleitt alveg hættulaus. Ef smáfyrirtæki hlekkist á eða meðalstóru, tekur það yfirleitt fáa aðra með sér í fallinu, það skilur í versta falli einhverja birgja eftir með ógreidda reikninga. Aldrei kæmi til álita, að ríkið kæmi slíku fyrirtæki til hjálpar eða þjóðnýtti það, ekki fyrir opnum tjöldum. Stórbankar og risafyrirtæki eru annað mál. General Motors, framleiðandi Chevrolet-bíla, er hryggjarstykkið í bandarísku efnahagslífi, var löngum sagt. Af þessu hugarfari spratt meinleg meirimáttarkennd, sem varð til þess, að GM dróst smám saman aftur úr í samkeppni við erlenda bílaframleiðendur og komst á endanum í þvílíkar kröggur, að alríkisstjórnin í Washington greip til þess ráðs að þjóðnýta sjálft hryggjarstykkið. Kínverjar kímdu. General Motors var talið vera of stórt til að falla: það hefði tekið of marga saklausa vegfarendur með sér í fallinu. Þjóðnýting GM var söguleg áminning til Bandaríkjamanna og heimsbyggðarinnar um nauðsyn þess að búa vel um hnútana í blönduðum markaðsbúskap. Almannavaldið þarf jöfnum höndum að hlúa að einkaframtaki og veita því aðhald til að tryggja heilbrigða samkeppni. Lög og reglur samfélagsins þurfa að tryggja, að ekkert fyrirtæki geti í krafti stærðar sinnar komizt í aðstöðu til að leggja fjárhag fjölda fólks í rúst. Þetta brást í Bandaríkjunum, víða í Evrópu og einnig hér heima með alkunnum afleiðingum. Að vaxa til að vaxaSkömmu fyrir hrun spurðist ég fyrir um það í bönkunum þrem hér heima, hvaða hugsun byggi að baki örum vexti þeirra. Ég fékk þau svör, að engin sérstök hugsun byggi að baki vextinum. Bankarnir uxu til að vaxa. Misserum saman hafði verið ljóst, að gjaldeyrisforði Seðlabankans dugði hvergi nærri til að verja bankana falli, yrðu þeir uppiskroppa með skammtímalánsfé frá útlöndum. Lausafjárþurrð blasti því við hvað sem öðru leið, en hvorki Seðlabankinn né ríkisstjórnin höfðu neinn viðbúnað svo sem Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir í skýrslu sinni. Seðlabankinn hefði til dæmis átt að hækka bindiskyldu bankanna eins og ég margbenti á hér í Fréttablaðinu, en Seðlabankinn ákvað heldur að verða við óskum bankanna um lægri bindiskyldu. Rannsóknarnefndin taldi vanrækslu stjórnvalda svo alvarlegs eðlis, að kanna þyrfti, hvort þrír ráðherrar, þrír seðlabankastjórar og forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins hefðu gerzt brotlegir við lög með því að vanrækja skyldur sínar. HraðahindranirStemma þarf í lögum stigu fyrir of örum vexti banka líkt og sjálfsagt þykir að lögfesta hámarkshraða á vegum. Hugsunin er hin sama í báðum dæmum: að vernda saklausa vegfarendur. Hraðahindranir í bankalöggjöf geta verið með ýmsu móti. Hægt er að halda vexti banka í skefjum með skattlagningu, bæði breytilegri skattheimtu af tekjum og sérstakri skattheimtu af fjármálagerningum svo sem nú er fyrirhugað í Evrópu. Því þarf trausta eldveggi milli stjórnmála og bankamála. Vanti slíka veggi, er hætt við, að skattlagningu banka sé ábótavant, því að menn skattleggja helzt ekki vini sína. Einnig er hægt að leggja kvaðir á banka um að leggja umframfé á bundna reikninga í seðlabönkum, til að halda aftur af útlánavexti, mæta afskriftum og öðrum áföllum og vernda bankana fyrir sjálfum sér. Loks er hægt að reisa eldveggi milli venjulegrar bankastarfsemi og fjárfestingarstarfsemi, svo sem ríkisstjórn Roosevelts leiddi í lög í Bandaríkjunum í kreppunni miklu 1933. Þessir eldveggir voru rifnir niður eftir 1990. Margir telja, að til þess niðurrifs megi rekja fall Lehman Brothers 2008 og mikla erfiðleika margra annarra banka vestan hafs og austan eftir það. Aðrir benda á, að í Kanada hafi aldrei verið talin vera þörf fyrir slíka eldveggi. Kanadískum bönkum hefur aldrei hlekkzt á, að heitið geti, hvorki í kreppunni 1929-39 né í hremmingum síðustu ára. Skýringin virðist vera öflugt fjármálaeftirlit.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun