Allt gengur upp hjá Lay Low Trausti Júlíusson skrifar 13. október 2011 13:00 Tónlist. Brostinn strengur. Lay Low. Brostinn strengur er þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur, eða Lay Low, en að auki hefur hún sent frá sér plötuna Ökutímar með tónlist úr samnefndu leikriti og tónleikaplötuna Flatey. Fyrstu tvær plötur Lay Low, Please Don't Hate Me (2006) og Farewell Good Night's Sleep (2008), voru báðar sungnar á ensku. Á Ökutímaplötunni söng Lay Low á íslensku og á nýju plötunni heldur hún því áfram. Lay Low samdi öll lögin á Brostnum streng og einn texta, en hinir tíu textarnir eru eftir íslenskar skáldkonur, þar á meðal Valborgu Bentsdóttur, Margréti Jónsdóttur, Undínu, Hugrúnu og Huldu. Lay Low vann plötuna meðal annars með félaga sínum úr Benny Crespo's Gang, Magnúsi Árna Öder Kristinssyni, sem sá um upptökustjórn ásamt henni, hljóðblandaði og hljóðjafnaði og spilaði á ýmis hljóðfæri, en aðrir hljóðfæraleikarar voru Pétur Hallgrímsson sem lék á banjó, Bassi Ólafsson trommuleikari og Lovísa sjálf sem spilaði á gítar og hljómborð. Please Don't Hate Me var frekar hrá og blússkotin, en á Farewell Good Night's Sleep var hljómurinn fágaður og áhrif frá sveitatónlist augljós. Á Brostnum streng er tónlistin töluvert fjölbreyttari. Það eru róleg og ljúf lög, til dæmis Gleðileg blóm, en líka hraðari og harðari. Vonin er til dæmis rokkað lag sem nálgast tónlist Benny Crespo's Gang þó að það vanti í það rafmagnsgítarinn, Kvöld í skógi og Gleym mér ei eru róleg popplög, hvort með sinn karakter og það er þjóðlagarokkstemning í titillaginu Brostnum streng. Og þannig mætti halda áfram að lýsa lögunum ellefu á plötunni. Hugmyndin á Brostnum streng var að gera tónlist við ljóð íslenskra kvenna. Það má ímynda sér alls konar útfærslur á því verkefni. Lay Low fer þá leið að semja einfaldlega lög við þessi ljóð og útsetja þau svo hvert og eitt. Og henni hefur tekist mjög vel til. Lögin eru góð, útsetningarnar ferskar og hugmyndaríkar og hljómurinn er hlýr og gamaldags, en platan er tekin upp á segulband. Flutningurinn er líka vel af hendi inntur og lifandi. Söngur Lovísu er alltaf jafn fallegur og það er gleðilegt að hún sé farin að syngja á íslensku. Á heildina litið er Brostinn strengur frábær plata. Að mínu mati besta plata Lay Low hingað til. Niðurstaða: Lay Low toppar sig á frábærri plötu. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Brostinn strengur. Lay Low. Brostinn strengur er þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur, eða Lay Low, en að auki hefur hún sent frá sér plötuna Ökutímar með tónlist úr samnefndu leikriti og tónleikaplötuna Flatey. Fyrstu tvær plötur Lay Low, Please Don't Hate Me (2006) og Farewell Good Night's Sleep (2008), voru báðar sungnar á ensku. Á Ökutímaplötunni söng Lay Low á íslensku og á nýju plötunni heldur hún því áfram. Lay Low samdi öll lögin á Brostnum streng og einn texta, en hinir tíu textarnir eru eftir íslenskar skáldkonur, þar á meðal Valborgu Bentsdóttur, Margréti Jónsdóttur, Undínu, Hugrúnu og Huldu. Lay Low vann plötuna meðal annars með félaga sínum úr Benny Crespo's Gang, Magnúsi Árna Öder Kristinssyni, sem sá um upptökustjórn ásamt henni, hljóðblandaði og hljóðjafnaði og spilaði á ýmis hljóðfæri, en aðrir hljóðfæraleikarar voru Pétur Hallgrímsson sem lék á banjó, Bassi Ólafsson trommuleikari og Lovísa sjálf sem spilaði á gítar og hljómborð. Please Don't Hate Me var frekar hrá og blússkotin, en á Farewell Good Night's Sleep var hljómurinn fágaður og áhrif frá sveitatónlist augljós. Á Brostnum streng er tónlistin töluvert fjölbreyttari. Það eru róleg og ljúf lög, til dæmis Gleðileg blóm, en líka hraðari og harðari. Vonin er til dæmis rokkað lag sem nálgast tónlist Benny Crespo's Gang þó að það vanti í það rafmagnsgítarinn, Kvöld í skógi og Gleym mér ei eru róleg popplög, hvort með sinn karakter og það er þjóðlagarokkstemning í titillaginu Brostnum streng. Og þannig mætti halda áfram að lýsa lögunum ellefu á plötunni. Hugmyndin á Brostnum streng var að gera tónlist við ljóð íslenskra kvenna. Það má ímynda sér alls konar útfærslur á því verkefni. Lay Low fer þá leið að semja einfaldlega lög við þessi ljóð og útsetja þau svo hvert og eitt. Og henni hefur tekist mjög vel til. Lögin eru góð, útsetningarnar ferskar og hugmyndaríkar og hljómurinn er hlýr og gamaldags, en platan er tekin upp á segulband. Flutningurinn er líka vel af hendi inntur og lifandi. Söngur Lovísu er alltaf jafn fallegur og það er gleðilegt að hún sé farin að syngja á íslensku. Á heildina litið er Brostinn strengur frábær plata. Að mínu mati besta plata Lay Low hingað til. Niðurstaða: Lay Low toppar sig á frábærri plötu.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira