Æskudýrkun úthýst og gömlu gildin tóku við 13. október 2011 05:00 REynslan aftur orðin kostur Samkvæmt rannsókn Unu Eyþórsdóttur hefur meðalaldur stjórnenda í íslensku atvinnulífi hækkað eftir hrun. Fréttablaðið/GVA Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Æskudýrkun í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun var mikil og einsleitni stjórnendahópa var að margra mati orðin til vansa. Eftir hrun má hins vegar segja að afturhvarf hafi orðið þar sem eldri og reyndari stjórnendur tóku á ný við stjórn fyrirtækja. Þetta eru helstu niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar Unu Eyþórsdóttur, vinnumarkaðssérfræðings og framkvæmdastjóra rágjafaþjónustunnar Framför, en hún segir í viðtali við Fréttablaðið að margt megi læra af feilsporum síðustu ára. „Það sem sótti á mig var spurningin hvort fólk á vinnumarkaði væri með eins konar skilastimpil á sér þegar það næði ákveðnum aldri. En ég spurði mig: Af hverju getur unga fólkið ekki ákveðið að læra af hinum eldri og eldra fólkið af þeim yngri? Af hverju reynum við ekki að þroskast saman. Við virðumst alltaf vera að gera sömu mistökin.“ Þessar vangaveltur Unu urðu grunnurinn að rannsókn þar sem hún leitaðist meðal annars við að svara því hvort miðaldra stjórnendur, yfir 50 ára aldri, séu í betri stöðu á vinnumarkaði nú en fyrir hrun. Í þeim tilgangi gerði hún úttekt á lífaldri og starfsaldri stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins síðustu 20 ár. „Í stuttu máli er svarið já,“ segir Una. „Núna er sóst eftir meiri reynslu og gömlu góðu gildin eru farin að skipta máli á ný.“ Una segir mikla æskudýrkun hafa ríkt í íslensku atvinnulífi á árunum fyrir hrun. Fyrirtæki fylltust af ungum, áköfum og metnaðarfullum karlmönnum sem komust fljótt í stjórnunarstöður. „Þeir komu þarna inn ungir og testósteróndrifnir, en áttuðu sig ekki á því að þeir réðu til sín aðra unga menn sem hugsuðu alveg eins og komu úr sama reynsluheimi. Þarna vantaði víðtækari menntun og reynslu til þess að koma í veg fyrir einsleitni.“ Því til áréttingar vísar Una til rannsóknar sem gerð var árið 2006 þar sem dregin var upp mynd af hinum dæmigerða íslenska stjórnanda sem sýndi mikla einsleitni hvað varðaði bakgrunn, skoðanir, hugmyndafræði og framtíðaráætlanir. „Stjórnendur voru alltof einsleitir, en við höfum í raun aldrei gert nóg af því að blanda saman ólíkum hópum, það sýnir bara vel hvað við lifum að mörgu leyti í þröngum ramma.“ Niðurstöður Unu eru þær að meðalaldur stjórnenda hefur hækkað í kjölfar hrunsins þar sem eldra og reyndara fólk hefur tekið við stjórnartaumum í auknum mæli, meðal annars í bönkunum. „Ef það er einhver einn lærdómur sem má draga af þessu,“ segir Una, „er það sá, að við verðum að vera óhrædd við að blanda saman fólki á ólíkum aldri með ólíka reynslu í hópa til þess að koma í veg fyrir þá einstefnu og einsleitni sem um hríð var allsráðandi hjá okkur.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira