Karl að kjólameistara eftir hálfrar aldar hlé 12. október 2011 05:30 Kjartan Ágúst Pálsson Kjólameistarinn tilvonandi með nokkra af þeim kjólum sem hann hefur gert. Kjartan er eini karlinn meðal fjórtán útskriftarnema. Hann útskrifast svo sem klæðskeri um áramót. Fréttablaðið/Valli „Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. [email protected] Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
„Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólanum. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karlmannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugardaginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækniskólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „Hópurinn er ótrúlega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist greininni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu einblínt talsvert á tímabilið í kringum stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flóran. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið einhverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumöguleikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. [email protected]
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira