Sveppi og Þorsteinn mala gull í kvikmyndahúsunum 12. október 2011 10:00 Tveir á toppnum Sverrir Þór og Þorsteinn Guðmunds eru aðalmennirnir í íslenskum kvikmyndum það sem af lifir ári. Okkar eigin Osló, sem Þorsteinn skrifaði handritið að og lék aðalhlutverkið í, er tekjuhæsta íslenska kvikmynd ársins en flestir hafa séð Algjöran Sveppa og töfraskápinn. Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. [email protected] Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira