Að velja fyrirmynd 29. september 2011 06:00 Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar!
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun