Í dag erum við öll Sandgerðingar 28. september 2011 06:00 Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun