Varnartröll úr FH í lampagerð 17. september 2011 09:00 Hannar eigin lampa Sverrir og Ingvar Björn með lampana nýstárlegu sem bjóða fólki upp á þann valkost að hanna sinn eigin með mynd. Sverrir segir þá þegar hafa selt fimmtán slíka lampa.Fréttablaðið/Pjetur Sverrir Garðarsson sleit liðþófa og hefur verið frá keppni í fótbolta í sumar. Meðan hann jafnar sig á meiðslunum framleiðir hann lampa með félaga sínum. Sverrir Garðarsson, varnartröll úr FH, hefur verið frá knattspyrnuvellinum í allt sumar vegna meiðsla og hefur fyrir vikið beint kröftum sínum í aðra átt. Hann er nú farinn að framleiða nýstárlega lampa með félaga sínum, Ingvari Birni Þorsteinssyni, nema í vöruhönnun við Listaháskólann og hönnuði lampans. Sverrir segir þetta einungis fyrstu línuna hjá þeim félögum, þeir ætli sér meira í náinni framtíð. Lampinn var til sýnis á einni stærstu hönnunarsýningu í heimi í Stokkhólmi í fyrra og fékk góðar viðtökur.Sverrir sleit liðþófa í upphafi sumarsins og í uppskurði kom í ljós að hann var með brjóskskemmdir í hnénu. Hann er nú í stífri endurhæfingu, sem hann segir að gangi mjög vel. „Ég er ekkert búinn að leggja skóna á hilluna þótt margir spyrji mig þeirrar spurningar. Ég vakna á hverjum degi og geri hnéæfingar.“ Þeir félagar eru þegar komnir með hönnunarvernd fyrir lampann í Evrópu og Ísland en ætla sér að fara hægt í sakirnar, sígandi lukka sé best. „Hins vegar hafa allir sem hafa fengið lampa verið mjög ánægðir og við höfum átt fundi með fyrirtækjum sem hefur litist mjög vel á hann,“ útskýrir Sverrir, en þeir hafa nú þegar selt fimmtán lampa. „Maður er alltaf að læra í þessum bransa og við stefnum núna á að gera góða vefsíðu og vinna með rétta fólkinu.“ Þeir sem hafa áhuga að kynna sér lampana enn frekar geta farið á vefsíðuna switchlight.is en hluti af sölu lampanna rennur til styrktar Krabbameinsfélaginu. [email protected] Lífið Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Sverrir Garðarsson sleit liðþófa og hefur verið frá keppni í fótbolta í sumar. Meðan hann jafnar sig á meiðslunum framleiðir hann lampa með félaga sínum. Sverrir Garðarsson, varnartröll úr FH, hefur verið frá knattspyrnuvellinum í allt sumar vegna meiðsla og hefur fyrir vikið beint kröftum sínum í aðra átt. Hann er nú farinn að framleiða nýstárlega lampa með félaga sínum, Ingvari Birni Þorsteinssyni, nema í vöruhönnun við Listaháskólann og hönnuði lampans. Sverrir segir þetta einungis fyrstu línuna hjá þeim félögum, þeir ætli sér meira í náinni framtíð. Lampinn var til sýnis á einni stærstu hönnunarsýningu í heimi í Stokkhólmi í fyrra og fékk góðar viðtökur.Sverrir sleit liðþófa í upphafi sumarsins og í uppskurði kom í ljós að hann var með brjóskskemmdir í hnénu. Hann er nú í stífri endurhæfingu, sem hann segir að gangi mjög vel. „Ég er ekkert búinn að leggja skóna á hilluna þótt margir spyrji mig þeirrar spurningar. Ég vakna á hverjum degi og geri hnéæfingar.“ Þeir félagar eru þegar komnir með hönnunarvernd fyrir lampann í Evrópu og Ísland en ætla sér að fara hægt í sakirnar, sígandi lukka sé best. „Hins vegar hafa allir sem hafa fengið lampa verið mjög ánægðir og við höfum átt fundi með fyrirtækjum sem hefur litist mjög vel á hann,“ útskýrir Sverrir, en þeir hafa nú þegar selt fimmtán lampa. „Maður er alltaf að læra í þessum bransa og við stefnum núna á að gera góða vefsíðu og vinna með rétta fólkinu.“ Þeir sem hafa áhuga að kynna sér lampana enn frekar geta farið á vefsíðuna switchlight.is en hluti af sölu lampanna rennur til styrktar Krabbameinsfélaginu. [email protected]
Lífið Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira