Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi 16. september 2011 07:00 Leitaði á Seltjarnarnesi Ben Stiller gerði sér ferð út á Seltjarnarnes og skoðaði þar Plútóbrekkuna frægu í von um að finna hentugan tökustað. Hann hefur í hyggju að endurgera kvikmynd hér á landi.NordicPhotos/Getty Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. [email protected] Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira