Meiri útflutningur kallar á innflutning landbúnaðarvara 15. september 2011 06:30 Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj Fréttir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj
Fréttir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira