Tommi og Jenni úti á sjó 8. september 2011 06:00 Vá, var ekki gaman að vera krakki og búa í svona litlum bæ úti á landi?“ Vinir mínir úr Reykjavík horfðu spenntir á mig þar sem við ókum niður á höfn á Akranesi. „Já, vera úr svona bæ en ekki bara einhverju hverfi!“ héldu þeir áfram með glampa í auga. „Þegar tveir úr svona bæ hittast verður til allt önnur tenging en þegar einhver rekst á annan úr öðru hverfi í Reykjavík og þeir byrja að spjalla. Já, frábært, ertu úr Grafarvoginum?“ Sjálf mundi ég ekki eftir að hafa velt þessu svona fyrir mér. Var líka enn að venjast nýju heimsmyndinni minni eftir að ég flutti suður: Að Skaginn væri „bær úti á landi“. Þegar ég var lítil hafði Akranes alltaf bara verið Akranes. Svo tók líka ekki nema klukkutíma að sigla til Reykjavíkur með Akraborginni og einn og hálfan tíma að aka Hvalfjörðinn. Reyndar var alltaf eins og það væri lengra frá Reykjavík og upp á Skaga en öfugt – jafnvel óralangt. „Ha, og skjótist þið síðan bara oft hingað suður og aftur upp eftir og er það ekkert mál?“ Við vinirnir vorum í hópferð á Skaganum og ég að sýna þeim æskuslóðirnar. Þarna var aðaltorgið í bænum, rúnturinn, bíóið, kirkjan, sundlaugin. Og þarna var fallega Akrafjallið mitt. Og elsku Langisandur! Þegar ég var farin að rómantísera um Akraborgina ákvað ég að tímabært væri að halda kjafti. Jú, vissulega hafði oft verið alveg hreint ljómandi að sigla suður, horfa á sólina gylla Faxaflóann og allt það – en þetta gat líka verið lengsti klukkutími í heimi og svo langur að lítið barn tók ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort tíminn hefði stöðvast, gengi mögulega orðið aftur á bak. Raddirnar í Tomma og Jenna skáru í eyru þess sem lá í fósturstellingu fyrir framan gamalt sjónvarp, náfölur í framan í þungri vélarlykt. Það var gott að búa á Akranesi og Skaginn er enn jafn yndislega fallegur. Margt hefur þó breyst – til dæmis eru núna margar verslanir upp frá sem lítil stúlka sá áður „bara í Reykjavík“. Skagaver lokaði og Bónus og Nettó opnuðu, Grundaval breyttist í Samkaup Strax. Hin sögufræga Axelsbúð hætti rekstri – verslun sem fylgt hafði bænum svo áratugum skipti og seldi meðal annars veiðivörur og ýmsar byggingarvörur. Húsasmiðjan og Byko komu báðar á Skagann. Í bænum er að finna heilt hverfi með steyptum götum og götuskiltum – öllu nema húsunum. Þegar ég ek um Skagann í dag get ég ekki annað en velt einu fyrir mér: Í hversu mörgum bæjum er nákvæmlega sömu sögu að segja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Vá, var ekki gaman að vera krakki og búa í svona litlum bæ úti á landi?“ Vinir mínir úr Reykjavík horfðu spenntir á mig þar sem við ókum niður á höfn á Akranesi. „Já, vera úr svona bæ en ekki bara einhverju hverfi!“ héldu þeir áfram með glampa í auga. „Þegar tveir úr svona bæ hittast verður til allt önnur tenging en þegar einhver rekst á annan úr öðru hverfi í Reykjavík og þeir byrja að spjalla. Já, frábært, ertu úr Grafarvoginum?“ Sjálf mundi ég ekki eftir að hafa velt þessu svona fyrir mér. Var líka enn að venjast nýju heimsmyndinni minni eftir að ég flutti suður: Að Skaginn væri „bær úti á landi“. Þegar ég var lítil hafði Akranes alltaf bara verið Akranes. Svo tók líka ekki nema klukkutíma að sigla til Reykjavíkur með Akraborginni og einn og hálfan tíma að aka Hvalfjörðinn. Reyndar var alltaf eins og það væri lengra frá Reykjavík og upp á Skaga en öfugt – jafnvel óralangt. „Ha, og skjótist þið síðan bara oft hingað suður og aftur upp eftir og er það ekkert mál?“ Við vinirnir vorum í hópferð á Skaganum og ég að sýna þeim æskuslóðirnar. Þarna var aðaltorgið í bænum, rúnturinn, bíóið, kirkjan, sundlaugin. Og þarna var fallega Akrafjallið mitt. Og elsku Langisandur! Þegar ég var farin að rómantísera um Akraborgina ákvað ég að tímabært væri að halda kjafti. Jú, vissulega hafði oft verið alveg hreint ljómandi að sigla suður, horfa á sólina gylla Faxaflóann og allt það – en þetta gat líka verið lengsti klukkutími í heimi og svo langur að lítið barn tók ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort tíminn hefði stöðvast, gengi mögulega orðið aftur á bak. Raddirnar í Tomma og Jenna skáru í eyru þess sem lá í fósturstellingu fyrir framan gamalt sjónvarp, náfölur í framan í þungri vélarlykt. Það var gott að búa á Akranesi og Skaginn er enn jafn yndislega fallegur. Margt hefur þó breyst – til dæmis eru núna margar verslanir upp frá sem lítil stúlka sá áður „bara í Reykjavík“. Skagaver lokaði og Bónus og Nettó opnuðu, Grundaval breyttist í Samkaup Strax. Hin sögufræga Axelsbúð hætti rekstri – verslun sem fylgt hafði bænum svo áratugum skipti og seldi meðal annars veiðivörur og ýmsar byggingarvörur. Húsasmiðjan og Byko komu báðar á Skagann. Í bænum er að finna heilt hverfi með steyptum götum og götuskiltum – öllu nema húsunum. Þegar ég ek um Skagann í dag get ég ekki annað en velt einu fyrir mér: Í hversu mörgum bæjum er nákvæmlega sömu sögu að segja?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun