Sjávarútvegurinn er að staðna 1. september 2011 06:00 Jóhann Jónasson Afli dreginn upp Framkvæmdastjóri 3X Technology segir sjávarútvegsfyrirtæki ekki hafa fjárfest í nýrri tækni og tækjabúnaði síðan um mitt ár 2007 þegar þorskkvóti var skorinn niður um 30 prósent. Óvissa bætir ekki ástandið, segir hann.Fréttablaðið/Jón Sigurður Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. „Það er sárara en tárum taki að íslenskur sjávarútvegur er að tapa forskoti sínu því tækniframfarir í sjávarútvegi eru að færast úr landi," segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði. Þetta er í samræmi við athugun Íslenska sjávarklasans á veltu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vinna við verkefnið hefur leitt í ljós að um sjötíu tæknifyrirtæki fluttu út tækjabúnað eða vörur tengdar sjávar-útvegi fyrir rúma sextán milljarða króna í fyrra. Áætlað er að hann aukist um fjóra milljarða á þessu ári, eða um 25 prósent. Á sama tíma nam veltan á innanlandsmarkaði ellefu milljörðum króna í fyrra. Búist er við lítils háttar samdrætti í ár. Ekki er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist á innanlandsmarkaði á næstunni þrátt fyrir uppsafnaða endurnýjunarþörf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Tæknifyrirtækið 3X Technology hefur þróað tækjalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim frá 1994 og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum fyrir að hafa náð árangri í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. Jóhann bendir á að frá því um mitt ár 2007 þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þrjátíu prósent hafi ríkt stöðnun í sjávarútvegi. Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið bæti ekki ástandið. „Það er ekki búist við að nokkuð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki," segir Jóhann sem staddur var í skosku hálöndunum í vikubyrjun þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við erum að ná okkur í verkefni þar," segir hann. [email protected] Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Afli dreginn upp Framkvæmdastjóri 3X Technology segir sjávarútvegsfyrirtæki ekki hafa fjárfest í nýrri tækni og tækjabúnaði síðan um mitt ár 2007 þegar þorskkvóti var skorinn niður um 30 prósent. Óvissa bætir ekki ástandið, segir hann.Fréttablaðið/Jón Sigurður Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. „Það er sárara en tárum taki að íslenskur sjávarútvegur er að tapa forskoti sínu því tækniframfarir í sjávarútvegi eru að færast úr landi," segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði. Þetta er í samræmi við athugun Íslenska sjávarklasans á veltu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vinna við verkefnið hefur leitt í ljós að um sjötíu tæknifyrirtæki fluttu út tækjabúnað eða vörur tengdar sjávar-útvegi fyrir rúma sextán milljarða króna í fyrra. Áætlað er að hann aukist um fjóra milljarða á þessu ári, eða um 25 prósent. Á sama tíma nam veltan á innanlandsmarkaði ellefu milljörðum króna í fyrra. Búist er við lítils háttar samdrætti í ár. Ekki er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist á innanlandsmarkaði á næstunni þrátt fyrir uppsafnaða endurnýjunarþörf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Tæknifyrirtækið 3X Technology hefur þróað tækjalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim frá 1994 og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum fyrir að hafa náð árangri í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. Jóhann bendir á að frá því um mitt ár 2007 þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þrjátíu prósent hafi ríkt stöðnun í sjávarútvegi. Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið bæti ekki ástandið. „Það er ekki búist við að nokkuð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki," segir Jóhann sem staddur var í skosku hálöndunum í vikubyrjun þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við erum að ná okkur í verkefni þar," segir hann. [email protected]
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira