Valinn maður í hverju rúmi 31. ágúst 2011 08:00 Sálgæslan - Dauði og djöfull - plötukápa Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Sigurður semur öll lögin og nokkra texta á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Sálgæslan, Dauði og djöfull, en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson á aðra texta. Nafn hljómsveitarinnar vísar í sálartónlist, en á Dauða og djöfli mætast sálartónlist, blús og djass. Hljómsveitin er sérvalin fyrir þetta verkefni. Um sönginn sjá Andrea Gylfadóttir, ókrýnd blúsdrottning Íslands, og sálarkóngurinn Stefán Hilmarsson. Hljóðfæraleikurinn er í höndum trommuleikarans Einars Scheving, Þóris Baldurssonar sem leikur á Hammond, og Sigurðar sjálfs sem spilar á saxófóna. Auk þeirra koma nokkrir aðstoðarmenn við sögu, m.a. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ari Bragi Kárason trompetleikari og Bergur Þórisson básúnuleikari. Eins og áður segir er tónlistin á Dauða og djöfli sambland af sálar-tónlist, blús og djassi. Titillagið sem platan hefst á er t.d. hraður sálarsmellur, lag númer tvö er hreinræktaður blús, þriðja lagið er poppskotin ballaða með hóflegri strengjaútsetningu og það fjórða er léttleikandi sveifla. Og þannig dansar platan á mörkum fyrrnefndra tónlistarstefna, sem eru auðvitað náskyldar. Flest laganna fjórtán gætu hafa verið samin í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld eða svo. Það er klárlega ekki verið að brjóta blað tónlistarlega með Dauða og djöfli, en þetta er gæðatónlist flutt af tilfinningu og með tilþrifum. Fínar lagasmíðar og góður flutningur, bæði söngvara og hljóðfæraleikara gefa henni gildi. Aðdáendur Andreu og Stefáns ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara. Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Sigurður semur öll lögin og nokkra texta á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Sálgæslan, Dauði og djöfull, en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson á aðra texta. Nafn hljómsveitarinnar vísar í sálartónlist, en á Dauða og djöfli mætast sálartónlist, blús og djass. Hljómsveitin er sérvalin fyrir þetta verkefni. Um sönginn sjá Andrea Gylfadóttir, ókrýnd blúsdrottning Íslands, og sálarkóngurinn Stefán Hilmarsson. Hljóðfæraleikurinn er í höndum trommuleikarans Einars Scheving, Þóris Baldurssonar sem leikur á Hammond, og Sigurðar sjálfs sem spilar á saxófóna. Auk þeirra koma nokkrir aðstoðarmenn við sögu, m.a. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ari Bragi Kárason trompetleikari og Bergur Þórisson básúnuleikari. Eins og áður segir er tónlistin á Dauða og djöfli sambland af sálar-tónlist, blús og djassi. Titillagið sem platan hefst á er t.d. hraður sálarsmellur, lag númer tvö er hreinræktaður blús, þriðja lagið er poppskotin ballaða með hóflegri strengjaútsetningu og það fjórða er léttleikandi sveifla. Og þannig dansar platan á mörkum fyrrnefndra tónlistarstefna, sem eru auðvitað náskyldar. Flest laganna fjórtán gætu hafa verið samin í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld eða svo. Það er klárlega ekki verið að brjóta blað tónlistarlega með Dauða og djöfli, en þetta er gæðatónlist flutt af tilfinningu og með tilþrifum. Fínar lagasmíðar og góður flutningur, bæði söngvara og hljóðfæraleikara gefa henni gildi. Aðdáendur Andreu og Stefáns ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara.
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira