Æfa utandyra í vetur 23. september 2011 23:00 Vala Björk með Ketilbjölluhópinn. Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." [email protected] Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." [email protected]
Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira