Glaðningur fyrir ríka aðdáendur 25. ágúst 2011 21:00 björk Biophilia er sjöunda hljóðversplata Bjarkar á enskri tungu. biophilia Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu. Á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september. „Þetta er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út plötur Bjarkar hér á landi. Spurður hvort þetta sé dýrasta varan sem Björk hafi sent frá sér telur hann svo vera. „En það hafa oft verið hlutir á eBay sem tengjast henni á einhvern hátt sem hafa verið seldir á hærra verði.“ Biophilia hefur verið lýst sem heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir peninginn sem boxið kostar myndu sumir ætla að iPad-græja fylgdi með í kaupunum en svo er ekki. Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund krónur, fá kaupendur sendan heim til sín forláta viðarkassa með 48 blaðsíðna safaríkum Biophilia-bæklingi og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu mismundandi litum. Hver tónkvísl um sig hefur verið gerð sérstaklega fyrir hvert lag á plötunni en þau eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir Biophilia-platan einnig með í kaupunum ásamt upptöku frá nýlegum tónleikum Bjarkar á listahátíðinni í Manchester. Biophilia-boxið er eins og gefur að skilja eitt það dýrasta sem gefið hefur verið út og líklega það dýrasta sem ekki er safnbox með öllum plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir í Rammstein eru ekki hálfdrættingar á við Björk því óvenjuleg útgáfa plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da, kostaði um 45 þúsund krónur. Auk viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri voru í boxinu sex kynlífsleikföng og hvert og eitt þeirra var sérmerkt einum meðlimi bandsins. Dýrar endurútgáfur eru einnig vinsælar um þessar mundir, þar á meðal Nevermind-plata Nirvana sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Super Deluxe-útgáfa plötunnar kostar þó „aðeins“ um fimmtán þúsund krónur sem eru smáaurar miðað við Biophilia-boxið. [email protected]Rammstein Sex kynlífsleikföng fylgdu með plötu Rammstein, Liebe Ist Fur Alle Da. Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
biophilia Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu. Á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september. „Þetta er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út plötur Bjarkar hér á landi. Spurður hvort þetta sé dýrasta varan sem Björk hafi sent frá sér telur hann svo vera. „En það hafa oft verið hlutir á eBay sem tengjast henni á einhvern hátt sem hafa verið seldir á hærra verði.“ Biophilia hefur verið lýst sem heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir peninginn sem boxið kostar myndu sumir ætla að iPad-græja fylgdi með í kaupunum en svo er ekki. Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund krónur, fá kaupendur sendan heim til sín forláta viðarkassa með 48 blaðsíðna safaríkum Biophilia-bæklingi og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu mismundandi litum. Hver tónkvísl um sig hefur verið gerð sérstaklega fyrir hvert lag á plötunni en þau eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir Biophilia-platan einnig með í kaupunum ásamt upptöku frá nýlegum tónleikum Bjarkar á listahátíðinni í Manchester. Biophilia-boxið er eins og gefur að skilja eitt það dýrasta sem gefið hefur verið út og líklega það dýrasta sem ekki er safnbox með öllum plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir í Rammstein eru ekki hálfdrættingar á við Björk því óvenjuleg útgáfa plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da, kostaði um 45 þúsund krónur. Auk viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri voru í boxinu sex kynlífsleikföng og hvert og eitt þeirra var sérmerkt einum meðlimi bandsins. Dýrar endurútgáfur eru einnig vinsælar um þessar mundir, þar á meðal Nevermind-plata Nirvana sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Super Deluxe-útgáfa plötunnar kostar þó „aðeins“ um fimmtán þúsund krónur sem eru smáaurar miðað við Biophilia-boxið. [email protected]Rammstein Sex kynlífsleikföng fylgdu með plötu Rammstein, Liebe Ist Fur Alle Da.
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira