Viðskipti innlent

Þjóðverjar kannski færðir skör neðar

kanslarinn brosir ekki sínu breiðasta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og fleiri ráðamenn þar í landi hafa lengi verið ósátt við kostnaðinn sem leggst á herðar Þjóðverja við að bjarga skuldsettum evruríkjum úr vandræðum.Fréttablaðið/AP
kanslarinn brosir ekki sínu breiðasta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og fleiri ráðamenn þar í landi hafa lengi verið ósátt við kostnaðinn sem leggst á herðar Þjóðverja við að bjarga skuldsettum evruríkjum úr vandræðum.Fréttablaðið/AP
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skuldabyrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum.

Ekki er útilokað að hrina lækkana á lánshæfiseinkunnum muni ganga yfir Evrópu á næstu mánuðum. Þjóðverjar gætu horft upp á breytt lánshæfi fljótlega en Frakkar og Ítalir áður en árið er á enda.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfi Japans um eitt stig í gær, úr Aa2 í Aa3. Lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan lækkuðu á sama tíma.

Niðurstaðan kemur ekkert sérstaklega á óvart, greiningarfyrirtækið greindi frá því í maí að það væri með lánshæfi japanska ríkisins í endurskoðun vegna kostnaðarsamrar endurreisnar í kjölfar hamfaranna þar í landi í mars síðastliðnum.

Í rökstuðningi matsfyrirtækisins fyrir ákvörðuninni nú er kastljósinu jafnframt beint að fjárlagahalla japanska ríkisins, mikilli skuldsetningu hins opinbera í samanburði við önnur lönd og vísað til þess að stjórnvöld virðist ekki hafa í hyggju að grynnka á skuldum sínum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist sama sinnis í nýlegri skýrslu. Þar var bent á að skuldir hins opinbera nema nú 233 prósentum af vergri landsframleiðslu og eigi ríkisjóður erfitt með að komast á beinu brautina á næstu árum.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að ólíklegt sé að lánshæfi Japans verði lækkað frekar.

Öðru máli gegnir hins vegar um stærstu löndin sem aðild eigi að myntbandalagi Evrópu. Þjóðverjum hefur lengi gramist hversu mikla byrði þeir þurfa að taka á sig til að leysa úr vanda þeirra evruríkja sem hafa lent í vanda sökum skuldasöfnunar. Andstaða þeirra við úrlausn á vanda annarra og sá langi tími sem endurreisnin hefur tekið kann nú að hafa komið í bakið á þeim í formi lægri lánshæfiseinkunnar á næstu mánuðum.

Bandaríski seðlabankinn hefur þegar gripið í taumana til að ýta hagkerfinu áfram og lýst því yfir að stýrivextir verði ekki hækkaðir eins og á evrusvæðinu fyrr en á þarnæsta ári.

[email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×