Ævintýralandið Pólland Sara McMahon skrifar 22. ágúst 2011 11:00 Mig mætti mögulega kalla Austur-Evrópu perra því ég er afskaplega hrifin af öllu sem tengist því svæði, sama hvort það er menningin, sagan, fólkið eða maturinn. Samt hafði ég aldrei komið til Austur-Evrópu fyrr en nú í ágúst þegar ég heimsótti Pólland. Ég var afskaplega spennt fyrir ferðinni og nokkrum vikum fyrir brottför hóf ég að telja niður dagana, líkt og barn sem bíður jólanna. Þegar ég lenti loks í Varsjá kom það mér á óvart hversu falleg og hrein borgin var. Eins kom mér skemmtilega á óvart hversu vel allar almenningssamgöngur gengu fyrir sig. Stæði á tímatöflunni að strætó kæmi 11.18 kom strætó klukkan 11.18, ekki mínútu fyrr og ekki mínútu seinna. Vinkona mín leiddi mig svo um borgina og sýndi mér meðal annars gamla miðbæinn, dýragarðinn og aðra almenningsgarða - en þess má geta að einn elsti almenningsgarður í Evrópu er einmitt í Varsjá. Við drukkum hunangsbjór í Pawilony, sem er eins og lítið bakhverfi fullt af litlum krám, og busluðum með tærnar í gosbrunninum í Park Fontann á heitum sumardegi á meðan við hlustuðum á hressilega þjóðlagatónlist. Við römbuðum inn á markaðstorg sem seldi aðeins rétti og vörur frá Póllandi og Litháen og snæddum þar pierogi, pylsur, grillaðan ost og kartöflukökur og skoluðum því niður með lífrænum bjór. Við hlýddum á sinfoníutónleika sem haldnir voru undir berum himni og drukkum ískaffi frá Coffee Heaven. Einn daginn lögðum við líka leið okkar í Hala Mirowska þar sem við keyptum ferskar matvörur og ég fékk í fyrsta sinn að borða sólblómafræ beint úr blóminu sjálfu. Í strætisvögnunum varð ég ítrekað vitni að því er fólk spratt upp úr sætum sínum til að láta eldri borgurum, ungum mæðrum eða óléttum konum þau eftir. Karlmenn buðu okkur stúlkunum alltaf kurteislega að ganga inn um dyr á undan á meðan þeir héldu hurðinni og fólk var almennt hlýlegt, kurteist og hjálpsamt. Ég bar miklar væntingar til ferðarinnar áður en ég hélt af stað, enda mikill aðdáandi Austur-Evrópu eins og áður hefur komið fram, en bæði land og þjóð fóru fram úr öllum mínum væntingum. Er ég kvaddi vinkonu mína og alla hennar yndislegu vini hét ég því að snúa aftur innan tíðar og ætla ég mér svo sannarlega að standa við það loforð. Svo hugsaði ég sæl með mér; Mikið erum við Íslendingar heppnir að deila landi okkar með svona frábæru fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sara McMahon Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Mig mætti mögulega kalla Austur-Evrópu perra því ég er afskaplega hrifin af öllu sem tengist því svæði, sama hvort það er menningin, sagan, fólkið eða maturinn. Samt hafði ég aldrei komið til Austur-Evrópu fyrr en nú í ágúst þegar ég heimsótti Pólland. Ég var afskaplega spennt fyrir ferðinni og nokkrum vikum fyrir brottför hóf ég að telja niður dagana, líkt og barn sem bíður jólanna. Þegar ég lenti loks í Varsjá kom það mér á óvart hversu falleg og hrein borgin var. Eins kom mér skemmtilega á óvart hversu vel allar almenningssamgöngur gengu fyrir sig. Stæði á tímatöflunni að strætó kæmi 11.18 kom strætó klukkan 11.18, ekki mínútu fyrr og ekki mínútu seinna. Vinkona mín leiddi mig svo um borgina og sýndi mér meðal annars gamla miðbæinn, dýragarðinn og aðra almenningsgarða - en þess má geta að einn elsti almenningsgarður í Evrópu er einmitt í Varsjá. Við drukkum hunangsbjór í Pawilony, sem er eins og lítið bakhverfi fullt af litlum krám, og busluðum með tærnar í gosbrunninum í Park Fontann á heitum sumardegi á meðan við hlustuðum á hressilega þjóðlagatónlist. Við römbuðum inn á markaðstorg sem seldi aðeins rétti og vörur frá Póllandi og Litháen og snæddum þar pierogi, pylsur, grillaðan ost og kartöflukökur og skoluðum því niður með lífrænum bjór. Við hlýddum á sinfoníutónleika sem haldnir voru undir berum himni og drukkum ískaffi frá Coffee Heaven. Einn daginn lögðum við líka leið okkar í Hala Mirowska þar sem við keyptum ferskar matvörur og ég fékk í fyrsta sinn að borða sólblómafræ beint úr blóminu sjálfu. Í strætisvögnunum varð ég ítrekað vitni að því er fólk spratt upp úr sætum sínum til að láta eldri borgurum, ungum mæðrum eða óléttum konum þau eftir. Karlmenn buðu okkur stúlkunum alltaf kurteislega að ganga inn um dyr á undan á meðan þeir héldu hurðinni og fólk var almennt hlýlegt, kurteist og hjálpsamt. Ég bar miklar væntingar til ferðarinnar áður en ég hélt af stað, enda mikill aðdáandi Austur-Evrópu eins og áður hefur komið fram, en bæði land og þjóð fóru fram úr öllum mínum væntingum. Er ég kvaddi vinkonu mína og alla hennar yndislegu vini hét ég því að snúa aftur innan tíðar og ætla ég mér svo sannarlega að standa við það loforð. Svo hugsaði ég sæl með mér; Mikið erum við Íslendingar heppnir að deila landi okkar með svona frábæru fólki.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun