Tímarammi þyrlukaupa skýrist brátt 20. ágúst 2011 05:00 Ögmundur Jónasson Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Þyrluleysi Alvarlegt ástand Innanríkisráðherra segir að lágmark sé að tvær björgunarþyrlur séu til taks. Þyrlukaup standa til en nákvæmari tímarammi skýrist mögulega á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Á myndinni má sjá flugflota Gæslunnar á flugi yfir Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið, en þyrlukostur gæslunnar komst í sviðsljósið í fyrradag þegar hvorug þyrlan var til taks þegar á þurfti að halda. TF-GNÁ er sem stendur í reglubundinni skoðun erlendis og er ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en eftir þrjár vikur. Óvænt bilun í TF-LÍF varð síðan til þess að hún var ekki flughæf. Beðið var eftir varahlut til að koma henni í gagnið aftur og lauk viðgerð samkvæmt áætlun í gær. Gæslan kallaði þess í stað til þyrlu frá Norðurflugi til að sækja mann sem hafði fótbrotnað í helli í Kverkfjöllum. Ögmundur segir grundvallarregluna að tvær björgunarþyrlur hið minnsta séu ávallt til taks en ástandið síðustu daga heyri til algerra undantekninga. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt, því að við viljum hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir hann og bætir við að helst eigi þrjár þyrlur að vera til staðar. Enda standi til að fjölga í þyrlukosti gæslunnar og gætu farið að berast tíðindi af þeim málum fljótlega. „Við höfum verið í kaupferli með Norðmönnum að leita að nýrri þyrlu og sú vinna stendur enn yfir. Við höfum enn ekki staðfest dagsetningar í því efni, en það verður tekið til umfjöllunar í ríkisstjórn í næstu viku.“ Ögmundur bætir því við að stóra málið sé nú að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Reglubundið viðhald er hluti af því að tryggja öryggi að hans sögn, enda eigi þyrlurnar síður að bila ef þeim er vel við haldið. Áætlað er að LÍF fari utan í byrjun næsta árs til stærri viðhaldsskoðunar, en sú aðgerð mun taka um fjóra mánuði. GNÁ mun hins vegar ekki verða ein eftir á vaktinni að sögn Ögmundar. „Þyrlan mun ekki fara út nema önnur þyrla komi í hennar stað.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira