Tæknileg fitubrennsla Bergþór Bjarnason skrifar 5. júlí 2011 21:00 Hrukkur eru gullnáma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitubrennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræðingar byltingu í fitubrennslu. Hægt er að fara til læknis eða húðsérfræðings og biðja um hjálp til að vinna á björgunarhringnum, slöppum magavöðvum eða appelsínuhúð. Í dag er það „Body contouring“ eða „Body shaping“ sem gildir og þá er ég ekki að tala um fitubrennsluleikfimi eða þolfimitíma heldur ný tæki sem sífellt fleiri sækja í. Notkunin á þessari tækni jókst um fimmtán prósent á síðasta ári og sérfræðingar búast við að þróunin verði svipuð á næstu árum. Aðferðirnar eru aðallega tvær. Annars vegar þær sem eiga að eyða fitufrumum sem geyma í sér fitu (Zeltiq) eða sem tæma þær (Lapex og Redustim) og hins vegar þær sem eiga að örva húðfrumur til vinnu, styrkja viðkomandi líkamshluta og minnka ummál (EndyMed 3DEEP). Sérfræðingarnir sem bjóða þessa þjónustu segja að heilsusamlegt líferni og hreyfing sé nauðsynlegt meðan á meðferð stendur ef árangurinn á að verða verulegur og rétt er að taka fram að ekki eru neinar vísindalegar niðurstöður sem staðfesta árangurinn. Til að skýra nánar hvernig þetta fer fram má nefna EndyMed 3DEEP aðferðina sem helst er beint gegn appelsínuhúð. Rafbylgjum er hleypt með heitum skautum yfir húðina sem örva húðfrumurnar til vinnu og þannig verður húðin stinnari. Zeltiq virkar á björgunarhringinn, er eins konar kælandi ryksuga sem er látin vinna á keppunum í góðan klukkutíma í einu og það hjálpar til við að eyða fitufrumum á tveimur til þremur mánuðum. Lapex er notað til að grennast á þeim líkamshlutum sem hættir til að safna á sig fitu; lærum, maga, lendum og handleggjum. Til þess er notaður kælandi lasergeisli. Reyndar fylgir það sögunni að nauðsynlegt sé að stunda brennsluleikfimi strax á eftir til að halda áfram að eyða fitunni. Árangurinn er nokkur en ekki sláandi. Redustim er til þess að minnka magann. Þetta er gert með segulómi sem eyðir fitu og eykur brennslu og er lofað allt að sex sentimetra minna ummáli. Allar eiga þessar aðferðir það sameiginlegt að kosta sitt (1.000-1.500 evrur) og að þörf er á aga til að fylgja eftir árangrinum. Spurning hvort ekki sé einfaldara að reyna gamaldags megrun sem er næstum ókeypis? [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Bjarnason Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun
Hrukkur eru gullnáma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitubrennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræðingar byltingu í fitubrennslu. Hægt er að fara til læknis eða húðsérfræðings og biðja um hjálp til að vinna á björgunarhringnum, slöppum magavöðvum eða appelsínuhúð. Í dag er það „Body contouring“ eða „Body shaping“ sem gildir og þá er ég ekki að tala um fitubrennsluleikfimi eða þolfimitíma heldur ný tæki sem sífellt fleiri sækja í. Notkunin á þessari tækni jókst um fimmtán prósent á síðasta ári og sérfræðingar búast við að þróunin verði svipuð á næstu árum. Aðferðirnar eru aðallega tvær. Annars vegar þær sem eiga að eyða fitufrumum sem geyma í sér fitu (Zeltiq) eða sem tæma þær (Lapex og Redustim) og hins vegar þær sem eiga að örva húðfrumur til vinnu, styrkja viðkomandi líkamshluta og minnka ummál (EndyMed 3DEEP). Sérfræðingarnir sem bjóða þessa þjónustu segja að heilsusamlegt líferni og hreyfing sé nauðsynlegt meðan á meðferð stendur ef árangurinn á að verða verulegur og rétt er að taka fram að ekki eru neinar vísindalegar niðurstöður sem staðfesta árangurinn. Til að skýra nánar hvernig þetta fer fram má nefna EndyMed 3DEEP aðferðina sem helst er beint gegn appelsínuhúð. Rafbylgjum er hleypt með heitum skautum yfir húðina sem örva húðfrumurnar til vinnu og þannig verður húðin stinnari. Zeltiq virkar á björgunarhringinn, er eins konar kælandi ryksuga sem er látin vinna á keppunum í góðan klukkutíma í einu og það hjálpar til við að eyða fitufrumum á tveimur til þremur mánuðum. Lapex er notað til að grennast á þeim líkamshlutum sem hættir til að safna á sig fitu; lærum, maga, lendum og handleggjum. Til þess er notaður kælandi lasergeisli. Reyndar fylgir það sögunni að nauðsynlegt sé að stunda brennsluleikfimi strax á eftir til að halda áfram að eyða fitunni. Árangurinn er nokkur en ekki sláandi. Redustim er til þess að minnka magann. Þetta er gert með segulómi sem eyðir fitu og eykur brennslu og er lofað allt að sex sentimetra minna ummáli. Allar eiga þessar aðferðir það sameiginlegt að kosta sitt (1.000-1.500 evrur) og að þörf er á aga til að fylgja eftir árangrinum. Spurning hvort ekki sé einfaldara að reyna gamaldags megrun sem er næstum ókeypis? [email protected]