Starfinu miðar áfram Þorvaldur Gylfason skrifar 23. júní 2011 11:00 Hvar sem ég kem verð ég var við áhuga fólks á störfum Stjórnlagaráðs. Gagnlegar athugasemdir og ábendingar berast dag hvern frá almenningi inn á vef ráðsins og eftir öðrum leiðum. Á fyrri tíð kom fyrir, að stjórnlagaþing þurftu að koma saman á afskekktum stöðum til að fá frið fyrir ágangi kröfuharðra hagsmunahópa. Svo er ekki nú. Við komum saman á opnum fundum í alfaraleið og bjóðum öllum, sem þess óska, að leggja hönd á plóg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er samstarfsverkefni, þar sem margir koma að málum. Þess vegna höfum við óskað eftir að hafa þjóðina með í ráðum skref fyrir skref frá upphafi til enda frekar en að vinna fyrir luktum dyrum og leggja fram fullmótaðar tillögur að loknu verki. Allir hafa aðgang að Stjórnlagaráði. Útlendingar hafa sýnt þessu opna vinnulagi áhuga og sagt frá því í erlendum blöðum og sjónvarpi. Viðbrögð fólksins í landinu við þessu frjálslega verklagi hafa verið góð svo sem við mátti búast í ljósi mikils fjölda framboða til Stjórnlagaþings í vetur leið. Frambjóðendurnir 522 gáfu kost á sér vegna þess, að þeir töldu endurskoðun stjórnarskrárinnar skipta máli og töldu sig hafa mikilvægar hugmyndir fram að færa. Svör frambjóðenda við spurningum blaðamanna um stjórnskipunarmál fyrir kosningarnar í nóvember vitnuðu um samstöðu í frambjóðendahópnum um æskilegar breytingar á stjórnarskránni eins og ég lýsti í tveim greinum hér í blaðinu 6. og 13. janúar. Margar þessara tillagna um breytingar eru nú sem óðast að taka á sig mynd svo sem áfangaskjal Stjórnlagaráðs vitnar um (sjá vefsetur ráðsins stjornlagarad.is). Að vísu er eftir að fylla ýmsar eyður og slípa skjalið grein fyrir grein. Okkur miðar áfram. Verkinu á að ljúka fyrir júlílok. Sumum finnst tillögur Stjórnlagaráðs ekki ganga nógu langt. Öðrum finnst þær ganga of langt. Það er skiljanlegt. Við reynum yfirleitt að halda okkur miðsvæðis, en við leggjum þó til gagngerar breytingar í ljósi alls, sem á undan er gengið. Við leggjum til ýmis nýmæli í samræmi við niðurstöður þjóðfundarins og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem okkur ber að lögum að taka mið af. Stiklum á stóru.Valddreifing. Við leggjum til meira jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti. Við stefnum að skarpari þrígreiningu valds, til dæmis með því að færa valdið til að skipa dómara, ríkissaksóknara og kannski fleiri embættismenn frá ráðherrum til forseta Íslands, sem hafi lögbundna nefnd sér við hlið til að meta hæfi umsækjenda. Við segjum: Við skipun manna í embætti skal einungis líta til hæfni og málefnalegra sjónarmiða.Jafnt vægi atkvæða. Við leggjum til nýja kosningaskipan með persónukjöri, jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu og heimild til að setja lög um tiltekinn lágmarksfjölda þingmanna í hverju kjördæmi, ákveði Alþingi að hafa kjördæmin fleiri en eitt. Einn lykillinn að þessari lausn er, að hverjum kjósanda er frjálst að merkja við frambjóðendur jafnt innan kjördæmis síns og utan.Auðlindir í þjóðareign. Við leggjum til, að ákvæði um nytjastofna og aðrar náttúruauðlindir í þjóðareign sé sett í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar til að undirstrika rétt almennings til arðsins af auðlindum landsins við sjálfbæra nýtingu þeirra með almannahag að leiðarljósi.Náttúra Íslands. Við leggjum til, að öllum skuli með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi og til aðildar að dómsmálum um mikilvægar ákvarðanir um auðlindir í þjóðareigu og náttúru Íslands. Hugmyndin er að lýsa náttúruna friðhelga til jafns við friðhelgi einkalífs og eignarréttar til að undirstrika gagnkvæman rétt náttúrunnar gagnvart okkur mönnunum. Við megum nýta auðlindir okkar, en við höfum ekki leyfi til að níðast á náttúrunni, hvorki hennar vegna né okkar sjálfra og afkomenda okkar.Opið þjóðfélag. Við leggjum til, að með lögum skuli tryggja gegnsæja stjórnsýslu, greiðan aðgang að upplýsingum, frjálsum og sjálfstæðum fjölmiðlum með gegnsætt eignarhald og vernd handa blaðamönnum, nafnlausum heimildarmönnum þeirra og uppljóstrurum. Sumir telja, að stjórnarskráin eigi að vera lægsti samnefnari þjóðarsálarinnar, samfélagssáttmáli, sem allir geta fellt sig við í öllum greinum. Ég tel, líkt og brezki heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994), að góð stjórnarskrá þurfi að reisa traustar lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur eins leggur skyldu á herðar annars. Því er eðlilegt, að þeir, sem ný stjórnarskrá setur stólinn fyrir dyrnar, felli sig ekki við hana. Listin er að draga línuna á réttum stað. Við skulum hlusta hvert á annað og hjálpast að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Hvar sem ég kem verð ég var við áhuga fólks á störfum Stjórnlagaráðs. Gagnlegar athugasemdir og ábendingar berast dag hvern frá almenningi inn á vef ráðsins og eftir öðrum leiðum. Á fyrri tíð kom fyrir, að stjórnlagaþing þurftu að koma saman á afskekktum stöðum til að fá frið fyrir ágangi kröfuharðra hagsmunahópa. Svo er ekki nú. Við komum saman á opnum fundum í alfaraleið og bjóðum öllum, sem þess óska, að leggja hönd á plóg. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er samstarfsverkefni, þar sem margir koma að málum. Þess vegna höfum við óskað eftir að hafa þjóðina með í ráðum skref fyrir skref frá upphafi til enda frekar en að vinna fyrir luktum dyrum og leggja fram fullmótaðar tillögur að loknu verki. Allir hafa aðgang að Stjórnlagaráði. Útlendingar hafa sýnt þessu opna vinnulagi áhuga og sagt frá því í erlendum blöðum og sjónvarpi. Viðbrögð fólksins í landinu við þessu frjálslega verklagi hafa verið góð svo sem við mátti búast í ljósi mikils fjölda framboða til Stjórnlagaþings í vetur leið. Frambjóðendurnir 522 gáfu kost á sér vegna þess, að þeir töldu endurskoðun stjórnarskrárinnar skipta máli og töldu sig hafa mikilvægar hugmyndir fram að færa. Svör frambjóðenda við spurningum blaðamanna um stjórnskipunarmál fyrir kosningarnar í nóvember vitnuðu um samstöðu í frambjóðendahópnum um æskilegar breytingar á stjórnarskránni eins og ég lýsti í tveim greinum hér í blaðinu 6. og 13. janúar. Margar þessara tillagna um breytingar eru nú sem óðast að taka á sig mynd svo sem áfangaskjal Stjórnlagaráðs vitnar um (sjá vefsetur ráðsins stjornlagarad.is). Að vísu er eftir að fylla ýmsar eyður og slípa skjalið grein fyrir grein. Okkur miðar áfram. Verkinu á að ljúka fyrir júlílok. Sumum finnst tillögur Stjórnlagaráðs ekki ganga nógu langt. Öðrum finnst þær ganga of langt. Það er skiljanlegt. Við reynum yfirleitt að halda okkur miðsvæðis, en við leggjum þó til gagngerar breytingar í ljósi alls, sem á undan er gengið. Við leggjum til ýmis nýmæli í samræmi við niðurstöður þjóðfundarins og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem okkur ber að lögum að taka mið af. Stiklum á stóru.Valddreifing. Við leggjum til meira jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti. Við stefnum að skarpari þrígreiningu valds, til dæmis með því að færa valdið til að skipa dómara, ríkissaksóknara og kannski fleiri embættismenn frá ráðherrum til forseta Íslands, sem hafi lögbundna nefnd sér við hlið til að meta hæfi umsækjenda. Við segjum: Við skipun manna í embætti skal einungis líta til hæfni og málefnalegra sjónarmiða.Jafnt vægi atkvæða. Við leggjum til nýja kosningaskipan með persónukjöri, jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu og heimild til að setja lög um tiltekinn lágmarksfjölda þingmanna í hverju kjördæmi, ákveði Alþingi að hafa kjördæmin fleiri en eitt. Einn lykillinn að þessari lausn er, að hverjum kjósanda er frjálst að merkja við frambjóðendur jafnt innan kjördæmis síns og utan.Auðlindir í þjóðareign. Við leggjum til, að ákvæði um nytjastofna og aðrar náttúruauðlindir í þjóðareign sé sett í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar til að undirstrika rétt almennings til arðsins af auðlindum landsins við sjálfbæra nýtingu þeirra með almannahag að leiðarljósi.Náttúra Íslands. Við leggjum til, að öllum skuli með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi og til aðildar að dómsmálum um mikilvægar ákvarðanir um auðlindir í þjóðareigu og náttúru Íslands. Hugmyndin er að lýsa náttúruna friðhelga til jafns við friðhelgi einkalífs og eignarréttar til að undirstrika gagnkvæman rétt náttúrunnar gagnvart okkur mönnunum. Við megum nýta auðlindir okkar, en við höfum ekki leyfi til að níðast á náttúrunni, hvorki hennar vegna né okkar sjálfra og afkomenda okkar.Opið þjóðfélag. Við leggjum til, að með lögum skuli tryggja gegnsæja stjórnsýslu, greiðan aðgang að upplýsingum, frjálsum og sjálfstæðum fjölmiðlum með gegnsætt eignarhald og vernd handa blaðamönnum, nafnlausum heimildarmönnum þeirra og uppljóstrurum. Sumir telja, að stjórnarskráin eigi að vera lægsti samnefnari þjóðarsálarinnar, samfélagssáttmáli, sem allir geta fellt sig við í öllum greinum. Ég tel, líkt og brezki heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994), að góð stjórnarskrá þurfi að reisa traustar lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur eins leggur skyldu á herðar annars. Því er eðlilegt, að þeir, sem ný stjórnarskrá setur stólinn fyrir dyrnar, felli sig ekki við hana. Listin er að draga línuna á réttum stað. Við skulum hlusta hvert á annað og hjálpast að.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun