Á að slíta friðinn um Rammaáætlun? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun