Brjálaðir tónleikagestir Jónas Sen skrifar 24. maí 2011 21:00 Jonas Kaufmann. Tónlist Jonas Kaufmann með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Listahátíð í Reykjavík. Flutt í Hörpu. Það er ekki nóg að hafa flotta rödd og geta sungið sterkt. Menn verða líka að vera músíkalskir. Hafa næma tilfinningu fyrir skáldskapnum og öllum blæbrigðum hans. Og kunna að miðla honum til áheyrenda. Þriðju tónleikarnir sem ég fór á í Hörpu voru haldnir á laugardaginn, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían spilaði þar við söng þýska tenórsins Jonas Kaufmann, sem er einhver sá magnaðasti um þessar mundir. Hvað er svona magnað við hann? Jú, strax á fyrstu tónum aríu úr Toscu eftir Puccini var ljóst að Kaufmann er með einstaklega fallega rödd. Hún var hlý og breið, tær og sterk; það var einhver fylling í tóninum sem unaðslegt var að upplifa. Og tilfinningin í túlkuninni var ekta, rómantíkin alger, full af ástríðum. Blæbrigðin í söngnum voru fallega mótuð, veikir tónar þéttir og nákvæmir, sterkir tónar óheftir og glæsilegir. Valdið yfir styrkleikabrigðum var algert. Kaufmann lét tónana, þegar við átti, deyja út í lok hendinga, sem er vandasamt. Það var frábærlega vel gert, raunar alveg fullkomið. Sinfónían var líka flott. Hún hljómaði fallega á hinum tónleikunum sem ég hef farið á í Hörpu, en ekki eins og nú. Fiðlurnar voru unaðslega munúðarfullar, ef hægt er að nota það orð. Og slagverkið var öflugt og ómandi, en ekki um of. Sellóin voru skemmtilega safarík og blásararnir voru hreinir og í hæfilegu jafnvægi við allt annað. Heildarhljómurinn var í senn tær, en líka voldugur. Stjórnandi að þessu sinni var Peter Schrottner. Hann hefur mikla reynslu úr óperuheiminum, hefur m.a. stjórnað á Wagner-hátíðinni í Bayreuth. Það var auðheyrt á tónleikunum. Nokkrir óperuforleikir voru á dagskránni, fyrst úr óperunni I vespri siciliani eftir Verdi. Forleikurinn var óvanalega flott byggður upp. Stígandin var markviss og spennuþrungin, og hápunktarnir svo yfirgengilegir að mann langaði til að standa upp og æpa. Sömu sögu er að segja um hina forleikina, sem spönnuðu vítt svið, allt frá djúpum, en háleitum Wagner yfir í léttmeti eftir Zandonai og Ponchielli. Að standa upp og æpa, já. Það var einmitt það sem flestir áheyrendur gerðu í lok tónleikanna. Satt best að segja man ég ekki eftir annarri eins stemningu á klassískum tónleikum á Íslandi. Áheyrendur gengu gersamlega af göflunum! Kaufmann var klappaður upp hvað eftir annað, og söng hvorki meira né minna en fjögur aukalög. Þetta voru ótrúlegir tónleikar. Ljóst er að tónlistarlífið í Hörpu byrjar vel. Niðurstaða: Algerlega frábær skemmtun með stórkostlegum listamanni. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Jonas Kaufmann með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Listahátíð í Reykjavík. Flutt í Hörpu. Það er ekki nóg að hafa flotta rödd og geta sungið sterkt. Menn verða líka að vera músíkalskir. Hafa næma tilfinningu fyrir skáldskapnum og öllum blæbrigðum hans. Og kunna að miðla honum til áheyrenda. Þriðju tónleikarnir sem ég fór á í Hörpu voru haldnir á laugardaginn, á Listahátíð í Reykjavík. Sinfónían spilaði þar við söng þýska tenórsins Jonas Kaufmann, sem er einhver sá magnaðasti um þessar mundir. Hvað er svona magnað við hann? Jú, strax á fyrstu tónum aríu úr Toscu eftir Puccini var ljóst að Kaufmann er með einstaklega fallega rödd. Hún var hlý og breið, tær og sterk; það var einhver fylling í tóninum sem unaðslegt var að upplifa. Og tilfinningin í túlkuninni var ekta, rómantíkin alger, full af ástríðum. Blæbrigðin í söngnum voru fallega mótuð, veikir tónar þéttir og nákvæmir, sterkir tónar óheftir og glæsilegir. Valdið yfir styrkleikabrigðum var algert. Kaufmann lét tónana, þegar við átti, deyja út í lok hendinga, sem er vandasamt. Það var frábærlega vel gert, raunar alveg fullkomið. Sinfónían var líka flott. Hún hljómaði fallega á hinum tónleikunum sem ég hef farið á í Hörpu, en ekki eins og nú. Fiðlurnar voru unaðslega munúðarfullar, ef hægt er að nota það orð. Og slagverkið var öflugt og ómandi, en ekki um of. Sellóin voru skemmtilega safarík og blásararnir voru hreinir og í hæfilegu jafnvægi við allt annað. Heildarhljómurinn var í senn tær, en líka voldugur. Stjórnandi að þessu sinni var Peter Schrottner. Hann hefur mikla reynslu úr óperuheiminum, hefur m.a. stjórnað á Wagner-hátíðinni í Bayreuth. Það var auðheyrt á tónleikunum. Nokkrir óperuforleikir voru á dagskránni, fyrst úr óperunni I vespri siciliani eftir Verdi. Forleikurinn var óvanalega flott byggður upp. Stígandin var markviss og spennuþrungin, og hápunktarnir svo yfirgengilegir að mann langaði til að standa upp og æpa. Sömu sögu er að segja um hina forleikina, sem spönnuðu vítt svið, allt frá djúpum, en háleitum Wagner yfir í léttmeti eftir Zandonai og Ponchielli. Að standa upp og æpa, já. Það var einmitt það sem flestir áheyrendur gerðu í lok tónleikanna. Satt best að segja man ég ekki eftir annarri eins stemningu á klassískum tónleikum á Íslandi. Áheyrendur gengu gersamlega af göflunum! Kaufmann var klappaður upp hvað eftir annað, og söng hvorki meira né minna en fjögur aukalög. Þetta voru ótrúlegir tónleikar. Ljóst er að tónlistarlífið í Hörpu byrjar vel. Niðurstaða: Algerlega frábær skemmtun með stórkostlegum listamanni.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira