Tími breytinga Ólafur Stephensen skrifar 16. maí 2011 06:00 Tölur, sem voru kynntar á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs á föstudag, sýna að þrátt fyrir að sett hafi verið lög um jafnari hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja fjölgar konum í stjórnum mjög hægt. Hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna í 300 stærstu fyrirtækjum landsins er um 19 prósent, en hlutur annars kynsins má ekki vera lakari en 40% samkvæmt löggjöfinni. Kannski er þetta vegna þess að gagnvart einkafyrirtækjum hafa ákvæði laganna enn ekki tekið gildi; gefinn er aðlögunartími fram til 1. september 2013 og eins og við vitum vilja Íslendingar gjarnan gera hlutina á síðustu stundu. Það er líka til í dæminu að eigendur og stjórnendur fyrirtækja séu bara enn ekki sannfærðir um ágæti þess að sjónarmið beggja kynja komi við sögu í stjórnum fyrirtækja. Könnun Capacent á viðhorfum stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja, sem einnig var kynnt á ráðstefnunni, leiðir í ljós að 47 prósent þeirra eru andvíg lögunum um kynjakvótann. Það á við 54 prósent karla í stjórnunarstððum, en aðeins 28 prósent kvenna. Hluti af þessu fólki getur svo út af fyrir sig verið sannfærður um að það sé æskilegt að stjórnir fyrirtækja leiði saman sjónarmið beggja kynja, en verið fyrst og fremst á móti því að Alþingi skipi því fyrir verkum með þessum hætti. Flestar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á sambandi milli fjölbreytni í stjórn og rekstrarárangurs fyrirtækja sýna að fyrirtæki þar sem bæði kyn eru við stjórnvölinn skila betri arðsemi og eru ólíklegri til að lenda í vanskilum en þau sem hafa einsleitan hóp við stjórn. Undanfarna áratugi hafa kynjahlutföllin í háskólum breytzt þannig að það er orðið jafnmikið framboð af vel menntuðum konum, sem geta tekið að sér stjórnunarstörf í fyrirtækjum og af körlum. Það er í raun ótrúleg vannýting á þeim mannauði að sækjast ekki eftir starfskröftum kvenna í sama mæli og karla þegar kemur að því að velja fólk í stjórnir fyrirtækja eða í stjórnunarstöður. Umræðan um þessi mál hefur eflzt undanfarinn áratug. Margir höfðu trú á því að kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja myndu jafnast sjálfkrafa, án inngripa ríkisvaldsins. Það gerðist ekki. Jafnvel eftir að stjórnmálamenn voru farnir að tala um að eina leiðin til að koma fram breytingum væri lagasetning dugði sú hótun ekki til að ýta við viðskiptalífinu. Jafnvel þegar sýnt var fram á sannfærandi tengsl einsleits stjórnendahóps áhættusækinna, ungra karla og þess hruns sem varð í fjármálalífinu dugði það ekki til að fleiri konur, sem standa fyrir önnur og oft varfærnari sjónarmið, yrðu kosnar í stjórn á aðalfundum fyrirtækja. Þannig að þetta fór eins og eftir að margir höfðu trú á að skynsemin segði mönnum að hafa brunavarnir í fyrirtækjum í lagi, en raunin reyndist allt önnur. Þá voru sett lög sem skikka menn til að hafa hlutina í lagi. Vonandi verða næstu tvö ár tími mikillar og tímabærrar breytingar á kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja. Talið um að frambærilegar konur séu ekki til, er fyrirsláttur. Það þurfti ekki annað en að horfa yfir salinn á ráðstefnu FKA til að fá staðfestingu á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Tölur, sem voru kynntar á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs á föstudag, sýna að þrátt fyrir að sett hafi verið lög um jafnari hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja fjölgar konum í stjórnum mjög hægt. Hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna í 300 stærstu fyrirtækjum landsins er um 19 prósent, en hlutur annars kynsins má ekki vera lakari en 40% samkvæmt löggjöfinni. Kannski er þetta vegna þess að gagnvart einkafyrirtækjum hafa ákvæði laganna enn ekki tekið gildi; gefinn er aðlögunartími fram til 1. september 2013 og eins og við vitum vilja Íslendingar gjarnan gera hlutina á síðustu stundu. Það er líka til í dæminu að eigendur og stjórnendur fyrirtækja séu bara enn ekki sannfærðir um ágæti þess að sjónarmið beggja kynja komi við sögu í stjórnum fyrirtækja. Könnun Capacent á viðhorfum stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja, sem einnig var kynnt á ráðstefnunni, leiðir í ljós að 47 prósent þeirra eru andvíg lögunum um kynjakvótann. Það á við 54 prósent karla í stjórnunarstððum, en aðeins 28 prósent kvenna. Hluti af þessu fólki getur svo út af fyrir sig verið sannfærður um að það sé æskilegt að stjórnir fyrirtækja leiði saman sjónarmið beggja kynja, en verið fyrst og fremst á móti því að Alþingi skipi því fyrir verkum með þessum hætti. Flestar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á sambandi milli fjölbreytni í stjórn og rekstrarárangurs fyrirtækja sýna að fyrirtæki þar sem bæði kyn eru við stjórnvölinn skila betri arðsemi og eru ólíklegri til að lenda í vanskilum en þau sem hafa einsleitan hóp við stjórn. Undanfarna áratugi hafa kynjahlutföllin í háskólum breytzt þannig að það er orðið jafnmikið framboð af vel menntuðum konum, sem geta tekið að sér stjórnunarstörf í fyrirtækjum og af körlum. Það er í raun ótrúleg vannýting á þeim mannauði að sækjast ekki eftir starfskröftum kvenna í sama mæli og karla þegar kemur að því að velja fólk í stjórnir fyrirtækja eða í stjórnunarstöður. Umræðan um þessi mál hefur eflzt undanfarinn áratug. Margir höfðu trú á því að kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja myndu jafnast sjálfkrafa, án inngripa ríkisvaldsins. Það gerðist ekki. Jafnvel eftir að stjórnmálamenn voru farnir að tala um að eina leiðin til að koma fram breytingum væri lagasetning dugði sú hótun ekki til að ýta við viðskiptalífinu. Jafnvel þegar sýnt var fram á sannfærandi tengsl einsleits stjórnendahóps áhættusækinna, ungra karla og þess hruns sem varð í fjármálalífinu dugði það ekki til að fleiri konur, sem standa fyrir önnur og oft varfærnari sjónarmið, yrðu kosnar í stjórn á aðalfundum fyrirtækja. Þannig að þetta fór eins og eftir að margir höfðu trú á að skynsemin segði mönnum að hafa brunavarnir í fyrirtækjum í lagi, en raunin reyndist allt önnur. Þá voru sett lög sem skikka menn til að hafa hlutina í lagi. Vonandi verða næstu tvö ár tími mikillar og tímabærrar breytingar á kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja. Talið um að frambærilegar konur séu ekki til, er fyrirsláttur. Það þurfti ekki annað en að horfa yfir salinn á ráðstefnu FKA til að fá staðfestingu á því.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun