Listin tekin af stallinum 11. maí 2011 14:00 Lilja ásamt dóttur sinni Hrafnhildi. Endemi nefnist nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgisdóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur," segir Lilja. „En í staðinn fyrir að kvarta yfir því ákváðum við að leggja eitthvað af mörkum og búa til nýjan vettvang." Spurð hvort halli á konur í myndlistargeiranum svarar Lilja já og nei. „Það er mikið af starfandi listakonum, ekki síst í neðanjarðarsenunni, sem er hins vegar síður launuð. Eftir því sem ofar dregur virðist konum fara fækkandi. Það virðist líka vera minni umfjöllun um list kvenna en karla. Við ákváðum því að helga blaðið konum fyrsta árið, til þess að jafna muninn, en það er aldrei að vita nema við tökum upp alhliða myndlistarumfjöllun eftir það." Annað markmið útgáfunnar er að sögn Lilju að gera myndlist aðgengilegri. „Við vildum taka myndlistina af þessum stalli sem ég held að margir upplifa hana á, færa hana í aðgengilegt tímaritstform sem fólk getur keypt á 2.500 krónur og skoðað heima hjá sér og þess vegna klippt út og hengt upp á vegg." Stefnt er á að tímaritið komi út þrisvar á ári en yfirritstjóri er Elísabet Brynhildardóttir. Hlaðvarpinn styrkti útgáfuna fyrsta árið en Lilja segir vonir standa til að útgáfan geti staðið undir sér í framtíðinni. Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í Kling og Bang við Hverfisgötu með verkum nokkurra þeirra myndlistarkvenna sem fjallað er um eða eiga verk í fyrsta tölublaðinu. Sýningin stendur til 15. maí. [email protected] Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Endemi nefnist nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna. Ritið kemur út þrisvar á ári og er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings og jafna hlut kynjanna í listaumfjöllun. Fyrsta tölublað menningarritsins Endemi kom út fyrir helgi. Stefna blaðsins er að beina sjónum að samtímalist íslenskra kvenna en að tímaritinu standa níu konur, flestar nýútskrifaðar úr Listaháskóla Íslands. Lilja Birgisdóttir er þeirra á meðal. „Okkur fannst vanta meiri umfjöllun um myndlist, ekki síst eftir konur," segir Lilja. „En í staðinn fyrir að kvarta yfir því ákváðum við að leggja eitthvað af mörkum og búa til nýjan vettvang." Spurð hvort halli á konur í myndlistargeiranum svarar Lilja já og nei. „Það er mikið af starfandi listakonum, ekki síst í neðanjarðarsenunni, sem er hins vegar síður launuð. Eftir því sem ofar dregur virðist konum fara fækkandi. Það virðist líka vera minni umfjöllun um list kvenna en karla. Við ákváðum því að helga blaðið konum fyrsta árið, til þess að jafna muninn, en það er aldrei að vita nema við tökum upp alhliða myndlistarumfjöllun eftir það." Annað markmið útgáfunnar er að sögn Lilju að gera myndlist aðgengilegri. „Við vildum taka myndlistina af þessum stalli sem ég held að margir upplifa hana á, færa hana í aðgengilegt tímaritstform sem fólk getur keypt á 2.500 krónur og skoðað heima hjá sér og þess vegna klippt út og hengt upp á vegg." Stefnt er á að tímaritið komi út þrisvar á ári en yfirritstjóri er Elísabet Brynhildardóttir. Hlaðvarpinn styrkti útgáfuna fyrsta árið en Lilja segir vonir standa til að útgáfan geti staðið undir sér í framtíðinni. Í tilefni af útgáfunni var efnt til sýningar í Kling og Bang við Hverfisgötu með verkum nokkurra þeirra myndlistarkvenna sem fjallað er um eða eiga verk í fyrsta tölublaðinu. Sýningin stendur til 15. maí. [email protected]
Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Menning Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira