Vill hjálpa fólki að auðgast 21. apríl 2011 04:15 sinnir draumastarfinu Ef forriti gengur vel í forritaverslun Apple getur það skilað mörg hundruð milljónum í kassann, segir Pratik Kumar. Hann vill hjálpa fólki að feta í fótspor hans.Fréttablaðið/Anton Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Hann hefur búið til, ýmist einn eða með öðrum, í kringum tíu forrit fyrir tól og tæki frá Apple, svo sem iPhone-símana, iPod Touch margmiðlunarspilarana og aðrar græjur, sem hafa fengið góða dóma í erlendum miðlum og seljast sem heitar lummur í forritaverslun Apple (AppStore). Samkeppnin er hörð enda í kringum fjögur hundruð þúsund forrit þar í boði. „Þótt það kalli á mikla pappírsvinnu og krókaleiðir að fá Apple til að viðurkenna hugbúnaðinn og koma honum í sölu í forritaversluninni er það ekki nema byrjunin. Forritið þarf að vera gott, praktískt og njóta vinsælda til að skila einhverjum tekjum fyrir framleiðandann og fyrirtækið,“ segir Pratik. Gullnáma fyrir allaPratik fullyrðir óhræddur að eitt forrita hans, Remote HD, sem hefur vermt lista forritaverslunar Apple yfir þau forrit sem skilað hafa mestu í kassann, hafi selst fyrir hærri upphæð en íslenskir forritarar hafa fengið samanlagt fyrir vörur sínar til þessa í netversluninni. „Þetta er gullnáma fyrir alla,“ segir Pratik og bendir á að Apple hafi nýverið greint frá því fyrirtækið hafi selt hundrað milljónir iPhone-síma. Þá eru ótaldar þær milljónir eintaka sem til eru af iPod Touch spilurum, iPoddum og fleiri græjum sem Apple hefur sett á markað síðastliðin ár. Pratik telst til að samanlagt séu tækin sem geti notað forritin hans tvö hundruð milljónir talsins. Hann telur jafnframt að á milli sjötíu til áttatíu milljónir manns séu skráðar í App-verslunina og allir með veskin opin upp á gátt. „Þar er fólk tilbúið með greiðslukortin sín. Það er engu líkara en fólkið biðji um að fá að kaupa hugbúnað þar en ekki á hinn veginn. Ég þarf ekkert að auglýsa.“ Forrit á borð við þau sem Pratik býr til kosta á bilinu tvo til átta Bandaríkjadali, tæpar 230 til níu hundruð krónur stykkið. Apple tekur þrjátíu prósenta hlut af söluandvirði hvers forrits en framleiðandi þess, í þessu tilviki Pratik, fær afganginn. „Ef forrit virkar vel, er praktískt og viðskiptavinir fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda má selja tíu til fimmtán milljónir eintaka af þeim á hálfu ári,“ segir hann. Miðað við það ættu tekjurnar af einu forriti sem kostar tvo dali að vera tveir til fimm milljarðar króna. Eitt forrita Pratiks, Remote HD, gerir þeim sem nota iPhone eða iPod Touch kleift að tengjast borðtölvum sínum og nota tækin sem fjarstýringu. Viðmót tækisins breytist eftir því hvaða forrit er í forgrunni í tölvunni hverju sinni. „Þetta var örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni gert,” segir Pratik og telur að hann hafi varið löngum tíma á dag í tvö ár í forritunarvinnuna. Remote HD hefur nú verið í um eitt og hálft ár á meðal þeirra áttatíu forrita sem skilað hafa mestum fjármunum í kassann í forritaverslun Apple. Tekjur App Dynamic af sölu Remote HD hafa rokkað til, allt frá því að vera fjörutíu þúsund krónur á dag til einnar milljónar þegar best lét. Það er eftir að Apple hefur tekið sína þrjátíu prósenta sneið af kökunni. Ótalin eru öll hin forritin sem Pratik hefur búið til. Þau hafa mörg hver fengið afbragðsgóða umfjöllun í þekktustu tæknitímaritum heims. Þar á meðal eru sérhæfð blöð á borð við MacWorld og netmiðilinn Engadget. Vildi standa á eigin fótumPratik er fæddur árið 1977 og var 22 ára þegar hann kom hingað til lands árið 1999. „Eins og allir Indverjar vildi ég reyna fyrir mér í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir áttu nokkrar verksmiðjur í Nýju-Delí og hjá þeim starfa 150 manns. Mig skorti ekkert og ég þurfti ekki að fara. En eftir háskólanám í verkfræði langaði mig ekki til að vinna fyrir föður minn og framleiða íhluti fyrir bíla. Mér fannst menntunin nýtast á öðrum vettvangi og ákvað að reyna fyrir mér annars staðar,“ segir Pratik, sem skráði sig í skiptinemaprógramm sem átti að gera honum kleift að velja úr nokkrum löndum. Þegar hingað var komið bauðst honum að vinna hjá tölvufyrirtækinu Oz, sem í kringum síðustu aldamót var eitt af óskabörnum þjóðarinnar í tæknigeiranum. „Oz heillaði mig og vefsíða fyrirtækisins leit mjög vel út. Þá bauð nýlegur samningur þess við farsímafyrirtækið Ericsson upp á marga möguleika. Svo langaði mig til að vinna hjá litlu en öflugu fyrirtæki, læra af reynslunni og upplifa eitthvað ævintýralegt,“ segir Pratik og rifjar upp að hann hafi ekki viljað fá lán hjá foreldrum sínum til að koma undir sig fótunum heldur kosið að nota sparifé sitt, sem var tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. Um fjórum mánuðum eftir að Pratik steig fyrst niður fæti á íslenska grund var útlit fyrir að verkefnið sem hann fékk í hendur hjá Oz væri að fara út um þúfur. Hann sneri því aftur heim til foreldrahúsa. En það var stutt viðdvöl því stjórnendur Oz kölluðu hann aftur til starfa nokkrum vikum síðar til að taka upp þráðinn að nýju. Þar var hann í eitt og hálft ár. Heldur hefur teygst á dvöl Pratiks. Hann hefur nú skipt út indverskum ríkisborgararétti sínum fyrir íslenskan og eignast fjölskyldu; eiginkonu og fimm börn. „Bandaríkin heilla ekki lengur,“ segir hann. Gerðu það sem þú viltÁ síðasta ári var Pratik í góðu starfi hjá Arion banka sem skilaði honum reglulegum og góðum tekjum á íslenskan mælikvarða. Hann undi sér hins vegar ekki og vildi prófa að vinna að hugðarefnum sínum, sem hann taldi geta gefið betur af sér en bankinn greiddi. Það hefur gengið eftir og það án þess að hann hafi fengið nokkurn styrk, að eigin sögn. „Bankar greiða há laun. En það sem ég aflaði á mánuði hjá bankanum gat ég fengið á einum degi með því að vinna hjá sjálfum mér,“ segir Pratik, sem vinnur einn á skrifstofu í Kópavogi. Hann greiðir verktökum fyrir það sem hann hvorki kann nógu vel né getur sinnt sökum tímaskorts. Einn þeirra býr til táknmyndir (e. icon) fyrir hugbúnað App Dynamic. Hann býr til myndirnar sem birtast netverjum í hvert sinn sem þeir leita svara við öllum heimsins vandamálum hjá bandaríska netleitarrisanum Google. „Um leið og maður gerir sér grein fyrir möguleikunum sem felast í því að búa til hugbúnað fyrir forritaverslun Apple verður ekki aftur snúið. Þeir eru ótrúlegir. Ef allt gengur eftir þrefalda ég tekjur mínar í september,“ segir hann. Vill hjálpa öðrumPratik vill hjálpa þeim sem vilja feta í fótspor hans og verða sínir eigin herrar. „Ég kann þetta og mig langar til að hjálpa fólki sem vill gera eitthvað þessu líkt. Ef einhverjir hafa áhuga á því að koma hugbúnaði sínum í sölu hjá Apple get ég hjálpað þeim. Það er ekki nóg að láta sig dreyma um að búa til tölvuleiki. Það verður að komast yfir það og búa til hluti sem markaðinn vantar. Ef forritinu gengur vel og neytendur kaupa það í einhverjum mæli má hagnast verulega á því,“ segir Pratik, sem ver næstum öllum sínum tíma við vinnuna. En hvað þarf til? „Hæfileika, þekkingu og góða og skilningsríka konu,“ eru lokaorð Pratiks Kumar. Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Hann hefur búið til, ýmist einn eða með öðrum, í kringum tíu forrit fyrir tól og tæki frá Apple, svo sem iPhone-símana, iPod Touch margmiðlunarspilarana og aðrar græjur, sem hafa fengið góða dóma í erlendum miðlum og seljast sem heitar lummur í forritaverslun Apple (AppStore). Samkeppnin er hörð enda í kringum fjögur hundruð þúsund forrit þar í boði. „Þótt það kalli á mikla pappírsvinnu og krókaleiðir að fá Apple til að viðurkenna hugbúnaðinn og koma honum í sölu í forritaversluninni er það ekki nema byrjunin. Forritið þarf að vera gott, praktískt og njóta vinsælda til að skila einhverjum tekjum fyrir framleiðandann og fyrirtækið,“ segir Pratik. Gullnáma fyrir allaPratik fullyrðir óhræddur að eitt forrita hans, Remote HD, sem hefur vermt lista forritaverslunar Apple yfir þau forrit sem skilað hafa mestu í kassann, hafi selst fyrir hærri upphæð en íslenskir forritarar hafa fengið samanlagt fyrir vörur sínar til þessa í netversluninni. „Þetta er gullnáma fyrir alla,“ segir Pratik og bendir á að Apple hafi nýverið greint frá því fyrirtækið hafi selt hundrað milljónir iPhone-síma. Þá eru ótaldar þær milljónir eintaka sem til eru af iPod Touch spilurum, iPoddum og fleiri græjum sem Apple hefur sett á markað síðastliðin ár. Pratik telst til að samanlagt séu tækin sem geti notað forritin hans tvö hundruð milljónir talsins. Hann telur jafnframt að á milli sjötíu til áttatíu milljónir manns séu skráðar í App-verslunina og allir með veskin opin upp á gátt. „Þar er fólk tilbúið með greiðslukortin sín. Það er engu líkara en fólkið biðji um að fá að kaupa hugbúnað þar en ekki á hinn veginn. Ég þarf ekkert að auglýsa.“ Forrit á borð við þau sem Pratik býr til kosta á bilinu tvo til átta Bandaríkjadali, tæpar 230 til níu hundruð krónur stykkið. Apple tekur þrjátíu prósenta hlut af söluandvirði hvers forrits en framleiðandi þess, í þessu tilviki Pratik, fær afganginn. „Ef forrit virkar vel, er praktískt og viðskiptavinir fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda má selja tíu til fimmtán milljónir eintaka af þeim á hálfu ári,“ segir hann. Miðað við það ættu tekjurnar af einu forriti sem kostar tvo dali að vera tveir til fimm milljarðar króna. Eitt forrita Pratiks, Remote HD, gerir þeim sem nota iPhone eða iPod Touch kleift að tengjast borðtölvum sínum og nota tækin sem fjarstýringu. Viðmót tækisins breytist eftir því hvaða forrit er í forgrunni í tölvunni hverju sinni. „Þetta var örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni gert,” segir Pratik og telur að hann hafi varið löngum tíma á dag í tvö ár í forritunarvinnuna. Remote HD hefur nú verið í um eitt og hálft ár á meðal þeirra áttatíu forrita sem skilað hafa mestum fjármunum í kassann í forritaverslun Apple. Tekjur App Dynamic af sölu Remote HD hafa rokkað til, allt frá því að vera fjörutíu þúsund krónur á dag til einnar milljónar þegar best lét. Það er eftir að Apple hefur tekið sína þrjátíu prósenta sneið af kökunni. Ótalin eru öll hin forritin sem Pratik hefur búið til. Þau hafa mörg hver fengið afbragðsgóða umfjöllun í þekktustu tæknitímaritum heims. Þar á meðal eru sérhæfð blöð á borð við MacWorld og netmiðilinn Engadget. Vildi standa á eigin fótumPratik er fæddur árið 1977 og var 22 ára þegar hann kom hingað til lands árið 1999. „Eins og allir Indverjar vildi ég reyna fyrir mér í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir áttu nokkrar verksmiðjur í Nýju-Delí og hjá þeim starfa 150 manns. Mig skorti ekkert og ég þurfti ekki að fara. En eftir háskólanám í verkfræði langaði mig ekki til að vinna fyrir föður minn og framleiða íhluti fyrir bíla. Mér fannst menntunin nýtast á öðrum vettvangi og ákvað að reyna fyrir mér annars staðar,“ segir Pratik, sem skráði sig í skiptinemaprógramm sem átti að gera honum kleift að velja úr nokkrum löndum. Þegar hingað var komið bauðst honum að vinna hjá tölvufyrirtækinu Oz, sem í kringum síðustu aldamót var eitt af óskabörnum þjóðarinnar í tæknigeiranum. „Oz heillaði mig og vefsíða fyrirtækisins leit mjög vel út. Þá bauð nýlegur samningur þess við farsímafyrirtækið Ericsson upp á marga möguleika. Svo langaði mig til að vinna hjá litlu en öflugu fyrirtæki, læra af reynslunni og upplifa eitthvað ævintýralegt,“ segir Pratik og rifjar upp að hann hafi ekki viljað fá lán hjá foreldrum sínum til að koma undir sig fótunum heldur kosið að nota sparifé sitt, sem var tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. Um fjórum mánuðum eftir að Pratik steig fyrst niður fæti á íslenska grund var útlit fyrir að verkefnið sem hann fékk í hendur hjá Oz væri að fara út um þúfur. Hann sneri því aftur heim til foreldrahúsa. En það var stutt viðdvöl því stjórnendur Oz kölluðu hann aftur til starfa nokkrum vikum síðar til að taka upp þráðinn að nýju. Þar var hann í eitt og hálft ár. Heldur hefur teygst á dvöl Pratiks. Hann hefur nú skipt út indverskum ríkisborgararétti sínum fyrir íslenskan og eignast fjölskyldu; eiginkonu og fimm börn. „Bandaríkin heilla ekki lengur,“ segir hann. Gerðu það sem þú viltÁ síðasta ári var Pratik í góðu starfi hjá Arion banka sem skilaði honum reglulegum og góðum tekjum á íslenskan mælikvarða. Hann undi sér hins vegar ekki og vildi prófa að vinna að hugðarefnum sínum, sem hann taldi geta gefið betur af sér en bankinn greiddi. Það hefur gengið eftir og það án þess að hann hafi fengið nokkurn styrk, að eigin sögn. „Bankar greiða há laun. En það sem ég aflaði á mánuði hjá bankanum gat ég fengið á einum degi með því að vinna hjá sjálfum mér,“ segir Pratik, sem vinnur einn á skrifstofu í Kópavogi. Hann greiðir verktökum fyrir það sem hann hvorki kann nógu vel né getur sinnt sökum tímaskorts. Einn þeirra býr til táknmyndir (e. icon) fyrir hugbúnað App Dynamic. Hann býr til myndirnar sem birtast netverjum í hvert sinn sem þeir leita svara við öllum heimsins vandamálum hjá bandaríska netleitarrisanum Google. „Um leið og maður gerir sér grein fyrir möguleikunum sem felast í því að búa til hugbúnað fyrir forritaverslun Apple verður ekki aftur snúið. Þeir eru ótrúlegir. Ef allt gengur eftir þrefalda ég tekjur mínar í september,“ segir hann. Vill hjálpa öðrumPratik vill hjálpa þeim sem vilja feta í fótspor hans og verða sínir eigin herrar. „Ég kann þetta og mig langar til að hjálpa fólki sem vill gera eitthvað þessu líkt. Ef einhverjir hafa áhuga á því að koma hugbúnaði sínum í sölu hjá Apple get ég hjálpað þeim. Það er ekki nóg að láta sig dreyma um að búa til tölvuleiki. Það verður að komast yfir það og búa til hluti sem markaðinn vantar. Ef forritinu gengur vel og neytendur kaupa það í einhverjum mæli má hagnast verulega á því,“ segir Pratik, sem ver næstum öllum sínum tíma við vinnuna. En hvað þarf til? „Hæfileika, þekkingu og góða og skilningsríka konu,“ eru lokaorð Pratiks Kumar.
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira