Framlag til betra samfélags Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. apríl 2011 06:00 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Markmiðið með því að veita Samfélagsverðlaun hefur frá upphafi verið að vekja athygli á góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu, oft í svo miklu hljóði að fáir vita af þeim aðrir en þeir sem njóta. Með veitingu Samfélagsverðlauna er kastljósinu beint að þeim samborgurum okkar sem leggja meira á sig en þorri fólks til þess að láta gott af sér leiða. Sumt af þessu fólki hefur fundið sér farveg í starfi þar sem framlag þess er heldur meira en til er ætlast eða í frumkvöðlastarfi þar sem allt hefur verið lagt í sölurnar til að sjá hugsjónirnar verða að veruleika. Aðrir eru virkir í félagasamtökum þar sem þeir láta gott af sér leiða og enn aðrir vinna góðverk sín einir og sér. Fyrirkomulag Samfélagsverðlaunanna hefur verið hið sama frá upphafi. Í ársbyrjun er lýst eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna frá lesendum. Með því er efnt til samtals við lesendur blaðsins og þeir beðnir að nefna til sögu einstaklinga og félagasamtök sem þá langar að vekja athygli á, ekki síst vegna þess að starf þeirra er til eftirbreytni fyrir aðra. Lesendur bregðast jafnan vel við og senda inn fjölda tilnefninga. Svo var einnig í ár. Þegar tilnefningafrestur er úti tekur dómnefnd við. Hún velur úr tilnefningum og útnefnir þrjá í hverjum hinna fjögurra flokka sem Samfélagsverðlaunin eru veitt í, Hvunndagshetju, Frá kynslóð til kynslóðar, Til atlögu gegn fordómum og Samfélagsverðlaununum sjálfum. Auk þess eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins komu að þessu sinni í hlut Reykjadals í Mosfellsdal. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal af vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Ásmundur Þór Kristmundsson var valin Hvunndagshetja vegna þess afreks síns að bjarga erlendum ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Krossá og hætta með því lífi sínu. Jón Stefánsson hlýtur í ár verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Í kórstarfi sínu í Langholtskirkju hefur hann opnað heim tónlistarinnar fyrir fjölda barna og sum þeirra hafa svo lagt tónlistina fyrir sig síðar. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum komu verðlaunin í hlut Listasmiðjunnar Litrófs sem starfar í Fella- og Hólakirkju. Í listasmiðjunni er stuðlað að vináttu og sterkari tengslum milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins féllu Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundi, í skaut. Hún átti langan og farsælan kennsluferil auk þess að rita á þriðja tug barnabóka í félagi við mann sinn, Hreiðar heitinn Stefánsson. Verðlaunahafarnir eru fulltrúar þeirra fjölmörgu sem leggja lóð sem um munar á vogarskálar þess að búa hér til betra samfélag. Það framlag ber að þakka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Markmiðið með því að veita Samfélagsverðlaun hefur frá upphafi verið að vekja athygli á góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu, oft í svo miklu hljóði að fáir vita af þeim aðrir en þeir sem njóta. Með veitingu Samfélagsverðlauna er kastljósinu beint að þeim samborgurum okkar sem leggja meira á sig en þorri fólks til þess að láta gott af sér leiða. Sumt af þessu fólki hefur fundið sér farveg í starfi þar sem framlag þess er heldur meira en til er ætlast eða í frumkvöðlastarfi þar sem allt hefur verið lagt í sölurnar til að sjá hugsjónirnar verða að veruleika. Aðrir eru virkir í félagasamtökum þar sem þeir láta gott af sér leiða og enn aðrir vinna góðverk sín einir og sér. Fyrirkomulag Samfélagsverðlaunanna hefur verið hið sama frá upphafi. Í ársbyrjun er lýst eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna frá lesendum. Með því er efnt til samtals við lesendur blaðsins og þeir beðnir að nefna til sögu einstaklinga og félagasamtök sem þá langar að vekja athygli á, ekki síst vegna þess að starf þeirra er til eftirbreytni fyrir aðra. Lesendur bregðast jafnan vel við og senda inn fjölda tilnefninga. Svo var einnig í ár. Þegar tilnefningafrestur er úti tekur dómnefnd við. Hún velur úr tilnefningum og útnefnir þrjá í hverjum hinna fjögurra flokka sem Samfélagsverðlaunin eru veitt í, Hvunndagshetju, Frá kynslóð til kynslóðar, Til atlögu gegn fordómum og Samfélagsverðlaununum sjálfum. Auk þess eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins komu að þessu sinni í hlut Reykjadals í Mosfellsdal. Í Reykjadal starfar drífandi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrardvöl barna í Reykjadal af vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Ásmundur Þór Kristmundsson var valin Hvunndagshetja vegna þess afreks síns að bjarga erlendum ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Krossá og hætta með því lífi sínu. Jón Stefánsson hlýtur í ár verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Í kórstarfi sínu í Langholtskirkju hefur hann opnað heim tónlistarinnar fyrir fjölda barna og sum þeirra hafa svo lagt tónlistina fyrir sig síðar. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum komu verðlaunin í hlut Listasmiðjunnar Litrófs sem starfar í Fella- og Hólakirkju. Í listasmiðjunni er stuðlað að vináttu og sterkari tengslum milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins féllu Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundi, í skaut. Hún átti langan og farsælan kennsluferil auk þess að rita á þriðja tug barnabóka í félagi við mann sinn, Hreiðar heitinn Stefánsson. Verðlaunahafarnir eru fulltrúar þeirra fjölmörgu sem leggja lóð sem um munar á vogarskálar þess að búa hér til betra samfélag. Það framlag ber að þakka.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun