Leynilögregla og krydd í pokum Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2011 06:00 Þriggja metra langur forsetinn gnæfir óvænt yfir mér og ég stíg ósjálfrátt eitt skref til baka. Hann er með svört sólgleraugu og um varirnar leikur órætt bros. Æðsti ráðamaður ríkisins situr á mótorhjóli og virðist tilbúinn að tæta af stað. Ég er stödd á götuhorni í Sýrlandi og glápi á flennistóran borða með mynd af Bashir al-Assad forseta. Ekki er langt liðið af degi. Þó er ég þegar búin að sjá myndir af Assad brosandi, Assad veifandi, Assad ábúðarfullum – í verslunum, á stofuveggjum og úti á götu. Hann hefur stjórnað landinu frá árinu 2000 en áður sat faðir hans á forsetastóli í nærri þrjátíu ár. Eftir að hafa virt mótorhjólamyndina fyrir mér rölti ég á netkaffihús. Spyr hvort hægt sé að komast á Facebook en svo er ekki. Sums staðar er það mögulegt en strangt til tekið á það alls staðar að vera ómögulegt – sýrlenska stjórnin bannar Facebook, YouTube og ýmsar samskiptasíður. Það er árið 2009 og ég finn að sumir heima eru hálfhræddir um mig, álykta að ég sé í gini ljónsins og einungis tímaspursmál hvenær ég verði étin, ég ætla að vera hér í nokkra mánuði. Er ekki þegar allt kemur til alls stunduð ritskoðun í Sýrlandi, er ekki leynilögreglan þar alræmd, stjórnvöld spillt og mótmæli bönnuð? Hafa ekki ríkt neyðarlög þar frá 1963 og lengi andað köldu á milli Bandaríkjanna og Sýrlands? Allt er þetta rétt – málið er bara að það er himinn og haf á milli sýrlenskra stjórnvalda og fólksins sem landið byggir. Sjálf kolfell ég fyrir Sýrlandinu sem mætir mér: Mannlífinu, sögunni, matargerðinni og stórkostlegri gestrisni. Sýrland er miklu meira en einhver gæti ætlað af einsleitri umfjöllun í fjölmiðlum. Á morgnana læt ég sólina vekja mig þar sem ég sest upp á gamla borgarmúrinn í höfuðborginni Damaskus. Af götunni að neðan heyrist í bílflautum en fram undan sést í eitt af gömlu borgarhliðunum – frá tímum Rómverja. Damaskus er ein elsta borg í heimi. Bænaturnar á moskum blasa við inni á milli þröngra, ævintýralegra gatna – kirkjukrossar, kaffistofur, kumpánlegir götusalar. Við hellulagt torg er ilmur af kardimommum í loftinu, kanil, tímían, sekkir með kryddi standa í röðum. Innan um litríka klæðastranga og gullhringi hangir ljósmynd af Assad forseta. Það er þessi maður sem margir í Sýrlandi vilja nú burt. Til að bregðast við kröfum mótmælenda hefur hann skipað nýja ríkisstjórn. Sjálfur situr hann enn sem fastast. Hversu lengi til viðbótar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Þriggja metra langur forsetinn gnæfir óvænt yfir mér og ég stíg ósjálfrátt eitt skref til baka. Hann er með svört sólgleraugu og um varirnar leikur órætt bros. Æðsti ráðamaður ríkisins situr á mótorhjóli og virðist tilbúinn að tæta af stað. Ég er stödd á götuhorni í Sýrlandi og glápi á flennistóran borða með mynd af Bashir al-Assad forseta. Ekki er langt liðið af degi. Þó er ég þegar búin að sjá myndir af Assad brosandi, Assad veifandi, Assad ábúðarfullum – í verslunum, á stofuveggjum og úti á götu. Hann hefur stjórnað landinu frá árinu 2000 en áður sat faðir hans á forsetastóli í nærri þrjátíu ár. Eftir að hafa virt mótorhjólamyndina fyrir mér rölti ég á netkaffihús. Spyr hvort hægt sé að komast á Facebook en svo er ekki. Sums staðar er það mögulegt en strangt til tekið á það alls staðar að vera ómögulegt – sýrlenska stjórnin bannar Facebook, YouTube og ýmsar samskiptasíður. Það er árið 2009 og ég finn að sumir heima eru hálfhræddir um mig, álykta að ég sé í gini ljónsins og einungis tímaspursmál hvenær ég verði étin, ég ætla að vera hér í nokkra mánuði. Er ekki þegar allt kemur til alls stunduð ritskoðun í Sýrlandi, er ekki leynilögreglan þar alræmd, stjórnvöld spillt og mótmæli bönnuð? Hafa ekki ríkt neyðarlög þar frá 1963 og lengi andað köldu á milli Bandaríkjanna og Sýrlands? Allt er þetta rétt – málið er bara að það er himinn og haf á milli sýrlenskra stjórnvalda og fólksins sem landið byggir. Sjálf kolfell ég fyrir Sýrlandinu sem mætir mér: Mannlífinu, sögunni, matargerðinni og stórkostlegri gestrisni. Sýrland er miklu meira en einhver gæti ætlað af einsleitri umfjöllun í fjölmiðlum. Á morgnana læt ég sólina vekja mig þar sem ég sest upp á gamla borgarmúrinn í höfuðborginni Damaskus. Af götunni að neðan heyrist í bílflautum en fram undan sést í eitt af gömlu borgarhliðunum – frá tímum Rómverja. Damaskus er ein elsta borg í heimi. Bænaturnar á moskum blasa við inni á milli þröngra, ævintýralegra gatna – kirkjukrossar, kaffistofur, kumpánlegir götusalar. Við hellulagt torg er ilmur af kardimommum í loftinu, kanil, tímían, sekkir með kryddi standa í röðum. Innan um litríka klæðastranga og gullhringi hangir ljósmynd af Assad forseta. Það er þessi maður sem margir í Sýrlandi vilja nú burt. Til að bregðast við kröfum mótmælenda hefur hann skipað nýja ríkisstjórn. Sjálfur situr hann enn sem fastast. Hversu lengi til viðbótar?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun