Þögnin ekki í boði Ólafur Stephensen skrifar 6. apríl 2011 08:00 Fréttablaðið segir í dag frá nýrri skýrslu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota, en þar kemur fram að til kasta fagráðsins komu tíu mál á síðasta ári, þar af sex á síðustu fjórum mánuðum ársins. Flest eru málin gömul og jafnvel fyrnd að lögum, þannig að þau hafa ekki komið til kasta lögreglu. Tveir af gerendunum voru hins vegar enn í starfi á vegum kirkjunnar eða tengdra stofnana og hefur báðum verið vikið frá störfum. Kirkjan gekk á síðasta ári í gegnum erfiða umræðu um ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi um kynferðisbrot. Sú staðreynd, að í fyrra voru kærð til fagráðsins tíu brot í samanburði við þrjú á tólf árum þar á undan, er fyrst og fremst til merkis um að sú umræða skilaði árangri. Kirkjan breytti um kúrs og tók skýra afstöðu gegn því að kynferðisbrot væru þögguð niður. Málafjöldinn bendir ekki til að í röðum starfsmanna kirkjunnar séu fleiri kynferðisbrotamenn en í öðrum stéttum, heldur sýnir hann að fólk sem brotið var á fyrir mörgum árum og hafði borið harm sinn í hljóði, þorði loksins að stíga fram og segja frá því sem gert var á hlut þess. Brottvikningarnar sem sagt er frá í ársskýrslunni sýna sömuleiðis að þjóðkirkjan hefur ekki eingöngu hlustað á fórnarlömbin, heldur tekið fast á gerendunum. Allt mun þetta, ásamt starfi rannsóknarnefndarinnar, sem nú skoðar ásakanirnar á hendur hinum látna biskupi og hvernig ýmsir kirkjunnar menn brugðust við þeim á sínum tíma, stuðla að því að hreinsa andrúmsloftið og hindra að slík brot verði nokkurn tímann aftur látin liggja í þagnargildi innan þjóðkirkjunnar. Þetta leiðir hugann að því hvernig aðrar stofnanir og fagstéttir hafa brugðizt við umræðu um kynferðisbrot. Fréttablaðið sagði frá því síðastliðið haust að eftir að biskupsmálið komst í hámæli á nýjan leik, leituðu fjölmargir, ekki sízt eldra fólk, til Stígamóta og sögðu frá kynferðisofbeldi sem þeir höfðu verið beittir fyrir löngu, oft í skjóli einhvers konar embættisvalds. Þar var, að sögn starfsmanna Stígamóta, oft um að ræða menn í valdastöðum í mörgum öðrum stofnunum en kirkjunni. „Fyrir fólki er draumurinn um viðurkenningu á ofbeldinu ný tilfinning þó að sjaldnast sé hægt að uppfylla hann," sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við blaðið í september síðastliðnum. Það sem kirkjan hefur gert, er að bjóða upp á skýran farveg fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Hlustað er á fórnarlömbin og tekið á gerendum, sem enn eru í starfi innan stofnunarinnar, jafnvel þótt ekki sé hægt að koma lögum yfir þá. Full ástæða er til að aðrar fagstéttir, ekki sízt þær sem vinna með börnum, skoði hvort boðið sé upp á svipuð úrræði á þeirra vettvangi. Af hálfu Kennarasambandsins hefur komið fram að verið sé að móta nýjar verklagsreglur um viðbrögð við kynferðisbrotamálum, þannig að allir skólar séu með skýra stefnu sem bæði starfsfólk og nemendur þekki. Margar fleiri stofnanir þurfa klárlega á slíkri stefnu að halda og geta líkast til dregið lærdóma af erfiðri reynslu þjóðkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Fréttablaðið segir í dag frá nýrri skýrslu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota, en þar kemur fram að til kasta fagráðsins komu tíu mál á síðasta ári, þar af sex á síðustu fjórum mánuðum ársins. Flest eru málin gömul og jafnvel fyrnd að lögum, þannig að þau hafa ekki komið til kasta lögreglu. Tveir af gerendunum voru hins vegar enn í starfi á vegum kirkjunnar eða tengdra stofnana og hefur báðum verið vikið frá störfum. Kirkjan gekk á síðasta ári í gegnum erfiða umræðu um ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi um kynferðisbrot. Sú staðreynd, að í fyrra voru kærð til fagráðsins tíu brot í samanburði við þrjú á tólf árum þar á undan, er fyrst og fremst til merkis um að sú umræða skilaði árangri. Kirkjan breytti um kúrs og tók skýra afstöðu gegn því að kynferðisbrot væru þögguð niður. Málafjöldinn bendir ekki til að í röðum starfsmanna kirkjunnar séu fleiri kynferðisbrotamenn en í öðrum stéttum, heldur sýnir hann að fólk sem brotið var á fyrir mörgum árum og hafði borið harm sinn í hljóði, þorði loksins að stíga fram og segja frá því sem gert var á hlut þess. Brottvikningarnar sem sagt er frá í ársskýrslunni sýna sömuleiðis að þjóðkirkjan hefur ekki eingöngu hlustað á fórnarlömbin, heldur tekið fast á gerendunum. Allt mun þetta, ásamt starfi rannsóknarnefndarinnar, sem nú skoðar ásakanirnar á hendur hinum látna biskupi og hvernig ýmsir kirkjunnar menn brugðust við þeim á sínum tíma, stuðla að því að hreinsa andrúmsloftið og hindra að slík brot verði nokkurn tímann aftur látin liggja í þagnargildi innan þjóðkirkjunnar. Þetta leiðir hugann að því hvernig aðrar stofnanir og fagstéttir hafa brugðizt við umræðu um kynferðisbrot. Fréttablaðið sagði frá því síðastliðið haust að eftir að biskupsmálið komst í hámæli á nýjan leik, leituðu fjölmargir, ekki sízt eldra fólk, til Stígamóta og sögðu frá kynferðisofbeldi sem þeir höfðu verið beittir fyrir löngu, oft í skjóli einhvers konar embættisvalds. Þar var, að sögn starfsmanna Stígamóta, oft um að ræða menn í valdastöðum í mörgum öðrum stofnunum en kirkjunni. „Fyrir fólki er draumurinn um viðurkenningu á ofbeldinu ný tilfinning þó að sjaldnast sé hægt að uppfylla hann," sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við blaðið í september síðastliðnum. Það sem kirkjan hefur gert, er að bjóða upp á skýran farveg fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Hlustað er á fórnarlömbin og tekið á gerendum, sem enn eru í starfi innan stofnunarinnar, jafnvel þótt ekki sé hægt að koma lögum yfir þá. Full ástæða er til að aðrar fagstéttir, ekki sízt þær sem vinna með börnum, skoði hvort boðið sé upp á svipuð úrræði á þeirra vettvangi. Af hálfu Kennarasambandsins hefur komið fram að verið sé að móta nýjar verklagsreglur um viðbrögð við kynferðisbrotamálum, þannig að allir skólar séu með skýra stefnu sem bæði starfsfólk og nemendur þekki. Margar fleiri stofnanir þurfa klárlega á slíkri stefnu að halda og geta líkast til dregið lærdóma af erfiðri reynslu þjóðkirkjunnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun