Ótrúlegar vinsældir Adele 31. mars 2011 08:00 vinsæl Söngkonan Adele hefur slegið í gegn úti um allan heim með hljómfagri rödd sinni og flottum lagasmíðum. nordicphotos/getty Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ [email protected] Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira