Gullgrafari í fyrra lífi 1. nóvember 2011 00:00 Herdís sendir hátt í hundrað jólakort og hannar og teiknar þau sjálf á hverju ári. Herdís Egilsdóttir, rithöfundur, kennari og handverkskona, lítur hversdagslega hluti öðrum augum en flestir enda sannfærð um að hún hafi verið gullgrafari í fyrra lífi. „Það er hægt að búa til fallega hluti úr öllu, meira að segja því sem flestum finnst bara vera ónýtt rusl," segir hún og nefnir til dæmis efnisbúta og kassa undan morgunkorni. Pappírshólkar innan úr klósett- og eldhúsrúllum eru samt í sérstöku uppáhaldi enda nýtast þeir bæði í jötu og Jesúbarn svo dæmi séu tekin. Herdís hefur búið til hluti frá því hún man eftir sér og það var því mikill fengur fyrir hana, átján ára, að koma inn í kennslustofu og fá að kenna börnum að búa til hluti, en hún starfaði í Ísaksskóla í 45 ár. „Allir fengu að skapa eitthvað sjálfir með aðstoð frá mér og svo gáfu krakkarnir þetta í jólagjafir eða til að skreyta herbergin sín," segir hún og bætir við að hún viti af virðulegum heimilisfeðrum sem enn haldi jól með skrautinu sem þeir gerðu undir hennar leiðsögn.Litríkur vitringur tendrar jólagleði í döprum hjörtum.„Fallegt jólaskraut þarf bara smá hugmyndaflug," segir hún og brosir. Áhugasömum er bent á að til er mynddiskur þar sem hægt er að sjá Herdísi búa til ýmsa góða gripi en hann er fáanlegur í Kirkjuhúsinu og Litlu jólabúðinni, Bókabúðinni í Hamraborg og Jólahúsinu á Akureyri. Hægt er að fletta myndasafni af skrauti Herdísar með því að smella á myndirnar. Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Jólaland og verslun í bakgarði Jól Ástarávísanir í pakkann Jól Saga jólasveinsins Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól Ilmkerti Jólin Gilsbakkaþula Jól Óhófið getur verið heilsuspillandi Jól Svona skreyti ég tréð í ár Jól Bjarni Haukur: Góður matur og familían Jól
Herdís Egilsdóttir, rithöfundur, kennari og handverkskona, lítur hversdagslega hluti öðrum augum en flestir enda sannfærð um að hún hafi verið gullgrafari í fyrra lífi. „Það er hægt að búa til fallega hluti úr öllu, meira að segja því sem flestum finnst bara vera ónýtt rusl," segir hún og nefnir til dæmis efnisbúta og kassa undan morgunkorni. Pappírshólkar innan úr klósett- og eldhúsrúllum eru samt í sérstöku uppáhaldi enda nýtast þeir bæði í jötu og Jesúbarn svo dæmi séu tekin. Herdís hefur búið til hluti frá því hún man eftir sér og það var því mikill fengur fyrir hana, átján ára, að koma inn í kennslustofu og fá að kenna börnum að búa til hluti, en hún starfaði í Ísaksskóla í 45 ár. „Allir fengu að skapa eitthvað sjálfir með aðstoð frá mér og svo gáfu krakkarnir þetta í jólagjafir eða til að skreyta herbergin sín," segir hún og bætir við að hún viti af virðulegum heimilisfeðrum sem enn haldi jól með skrautinu sem þeir gerðu undir hennar leiðsögn.Litríkur vitringur tendrar jólagleði í döprum hjörtum.„Fallegt jólaskraut þarf bara smá hugmyndaflug," segir hún og brosir. Áhugasömum er bent á að til er mynddiskur þar sem hægt er að sjá Herdísi búa til ýmsa góða gripi en hann er fáanlegur í Kirkjuhúsinu og Litlu jólabúðinni, Bókabúðinni í Hamraborg og Jólahúsinu á Akureyri. Hægt er að fletta myndasafni af skrauti Herdísar með því að smella á myndirnar.
Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Jólaland og verslun í bakgarði Jól Ástarávísanir í pakkann Jól Saga jólasveinsins Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól Ilmkerti Jólin Gilsbakkaþula Jól Óhófið getur verið heilsuspillandi Jól Svona skreyti ég tréð í ár Jól Bjarni Haukur: Góður matur og familían Jól