Greining: Samþykkt Icesave markar tímamót 15. febrúar 2011 10:20 „Samþykkt Icesave-samkomulagsins mun marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun. Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir." Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um Icesave málið. Nýji Icesave samningurinn verður að öllum líkindum borin undir atkvæði á Alþingi á morgun, miðvikudag. Í Morgunkorninu segir að lánshæfismatsfyrirtækin hafa gefið það út að samþykkt mun styrkja lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og mun það hafa sín áhrif á aðgengi að erlendu fjármagni og þau kjör sem þar bjóðast. Moody's hefur t.d. lýst því yfir að fyrirtækið muni hækka lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands verði samkomulagið samþykkt, en skuldabréf íslenska ríkisins í erlendri og innlendri mynt til lengri tíma hafa verið með lægstu einkunn sem gefin er í fjárfestingarflokki sem merkir að ef hún yrði lækkuð myndi hún falla niður í spákaupmennskuflokk (e. Junk Bond). Horfur um einkunn ríkissjóðs eru neikvæðar hjá öllum stóru matsfyrirtækjunum þremur. Þá má geta þess að í síðustu skýrslu sendinefndar AGS var þess getið að hinn nýi Icesave-samningur tengdist vilja íslenskra stjórnvalda til að mæta skilyrðum sumra lánveitenda í efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda. Icesave-samkomulagið var afgreitt frá fjárlaganefnd í gær til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi. Reiknað er með að atkvæðagreiðsla um málið verði á morgun, og í ljósi þess hvernig atkvæði féllu við afgreiðslu málsins eftir aðra umræðu má telja líklegt að það verði samþykkt. Icesave Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Samþykkt Icesave-samkomulagsins mun marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun. Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir." Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um Icesave málið. Nýji Icesave samningurinn verður að öllum líkindum borin undir atkvæði á Alþingi á morgun, miðvikudag. Í Morgunkorninu segir að lánshæfismatsfyrirtækin hafa gefið það út að samþykkt mun styrkja lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og mun það hafa sín áhrif á aðgengi að erlendu fjármagni og þau kjör sem þar bjóðast. Moody's hefur t.d. lýst því yfir að fyrirtækið muni hækka lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands verði samkomulagið samþykkt, en skuldabréf íslenska ríkisins í erlendri og innlendri mynt til lengri tíma hafa verið með lægstu einkunn sem gefin er í fjárfestingarflokki sem merkir að ef hún yrði lækkuð myndi hún falla niður í spákaupmennskuflokk (e. Junk Bond). Horfur um einkunn ríkissjóðs eru neikvæðar hjá öllum stóru matsfyrirtækjunum þremur. Þá má geta þess að í síðustu skýrslu sendinefndar AGS var þess getið að hinn nýi Icesave-samningur tengdist vilja íslenskra stjórnvalda til að mæta skilyrðum sumra lánveitenda í efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda. Icesave-samkomulagið var afgreitt frá fjárlaganefnd í gær til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi. Reiknað er með að atkvæðagreiðsla um málið verði á morgun, og í ljósi þess hvernig atkvæði féllu við afgreiðslu málsins eftir aðra umræðu má telja líklegt að það verði samþykkt.
Icesave Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira