Siðlegt en löglaust Bergsteinn Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur legið undir ámæli eftir að Hæstiréttur ógilti ákvörðun hennar um að neita að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps. Viðbrögð Svandísar og samherja hennar hafa verið á þá leið að úrskurður Hæstaréttar sé engin frágangssök fyrir hana þar sem dómurinn lúti að „ágreiningi um túlkun laga". Þarafleiðandi hafi hún ekki beint brotið lög, auk þess sem hún hafi látið „náttúruna njóta vafans". Hofmóðurinn í þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem hæst létu í ræðustól á Alþingi í gær var vissulega brjóstumkennanlegur. Við vitum, vegna þess að við munum hvernig þetta fólk lét þegar það var stjórnarmegin í lífinu, að krafa þeirra um afsögn Svandísar er trauðla sprottin af lýðræðisást eða virðingu fyrir góðum stjórnsýsluháttum. Hann var liður í þeim pólitíska hráskinnaleik sem Hanna Birna Kristjánsdóttir lýsti svo vel í Vikulokunum á laugardaginn var: Íslensk stjórnmálamenning er átakamiðaður karlakúltúr sem gengur út á að annað hvort ráðir þú öllu eða engu. Íslensk stjórnmálamenning er uppákomuleikur um að búa stöðugt til ágreining þótt hann sé ekki til staðar, því þannig komast stjórnmálamenn í fréttir. Stjórnarandstaða snýst um að skora stig. Og að hrekja ráðherra úr embætti er að minnsta kosti ígildi þriggja stiga skots í körfubolta. Þessi hugsun, að gera andstæðingnum skráveifu, gegnsýrir ekki aðeins málflutning stjórnarandstöðunnar í þessu máli heldur líka viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem eru billeg. Ekki ætla ég að dæma um hvort Svandís eigi að segja af sér en það hlýtur að vera eðlileg krafa að hún játi á sig mistök og gangi jafnvel svo langt að biðjast afsökunar á þeim. Það eru ekki rök í málinu að umhverfisráðherra hafi góðan málstað að verja. Því þótt maður sé sammála Svandísi kemur nefnilega að því fyrr eða síðar að mennirnir með „vonda" málstaðinn komast til valda. Hvernig ætlum við að fá þá til að axla ábyrgð ef þeir verða staðnir að því að fara sínu fram í trássi við lög? Verður viðkvæðið þá líka: Við erum bara í pólitík. Löglegt en siðlaust er eitt þekktasta hugtak íslenskrar stjórnmálasögu og lýsir ágætlega ástandinu á Íslandi árin fram að hruni, þegar lagaklækjum var beitt til gjörninga sem gengu jafnvel í berhögg við markmið laganna. Siðlegt en löglaust er hins vegar engu skárra leiðarljós. Sé þessari ríkisstjórn umhugað um að bæta hér pólitíska menningu, hlýtur hún að reyna að búa þannig um hnútana að lög og siðsemi fari saman í gjörðum hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur legið undir ámæli eftir að Hæstiréttur ógilti ákvörðun hennar um að neita að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps. Viðbrögð Svandísar og samherja hennar hafa verið á þá leið að úrskurður Hæstaréttar sé engin frágangssök fyrir hana þar sem dómurinn lúti að „ágreiningi um túlkun laga". Þarafleiðandi hafi hún ekki beint brotið lög, auk þess sem hún hafi látið „náttúruna njóta vafans". Hofmóðurinn í þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem hæst létu í ræðustól á Alþingi í gær var vissulega brjóstumkennanlegur. Við vitum, vegna þess að við munum hvernig þetta fólk lét þegar það var stjórnarmegin í lífinu, að krafa þeirra um afsögn Svandísar er trauðla sprottin af lýðræðisást eða virðingu fyrir góðum stjórnsýsluháttum. Hann var liður í þeim pólitíska hráskinnaleik sem Hanna Birna Kristjánsdóttir lýsti svo vel í Vikulokunum á laugardaginn var: Íslensk stjórnmálamenning er átakamiðaður karlakúltúr sem gengur út á að annað hvort ráðir þú öllu eða engu. Íslensk stjórnmálamenning er uppákomuleikur um að búa stöðugt til ágreining þótt hann sé ekki til staðar, því þannig komast stjórnmálamenn í fréttir. Stjórnarandstaða snýst um að skora stig. Og að hrekja ráðherra úr embætti er að minnsta kosti ígildi þriggja stiga skots í körfubolta. Þessi hugsun, að gera andstæðingnum skráveifu, gegnsýrir ekki aðeins málflutning stjórnarandstöðunnar í þessu máli heldur líka viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem eru billeg. Ekki ætla ég að dæma um hvort Svandís eigi að segja af sér en það hlýtur að vera eðlileg krafa að hún játi á sig mistök og gangi jafnvel svo langt að biðjast afsökunar á þeim. Það eru ekki rök í málinu að umhverfisráðherra hafi góðan málstað að verja. Því þótt maður sé sammála Svandísi kemur nefnilega að því fyrr eða síðar að mennirnir með „vonda" málstaðinn komast til valda. Hvernig ætlum við að fá þá til að axla ábyrgð ef þeir verða staðnir að því að fara sínu fram í trássi við lög? Verður viðkvæðið þá líka: Við erum bara í pólitík. Löglegt en siðlaust er eitt þekktasta hugtak íslenskrar stjórnmálasögu og lýsir ágætlega ástandinu á Íslandi árin fram að hruni, þegar lagaklækjum var beitt til gjörninga sem gengu jafnvel í berhögg við markmið laganna. Siðlegt en löglaust er hins vegar engu skárra leiðarljós. Sé þessari ríkisstjórn umhugað um að bæta hér pólitíska menningu, hlýtur hún að reyna að búa þannig um hnútana að lög og siðsemi fari saman í gjörðum hennar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun