Hamingjusömu hægrimennirnir Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2011 12:57 Bölsýnismenn eins og ég sem alla tíð hafa búið við glasið hálftómt eru loksins í tísku. Bjartsýni er svo 2007. En þótt félagsskapur okkar sem höfum allt á hornum okkur hafi farið stækkandi um heim allan er einn sá hópur sem leikur á als oddi þessa dagana - ekki aðeins þrátt fyrir harðindin heldur einmitt vegna þeirra. Flestum pólitíkusum hefði þótt súrt að eftir áralanga bið eftir völdum væri nýskollin á kreppa þegar þeir kæmust loks til áhrifa. En ekki íhaldsmönnum sem nú eru við stjórn í Bretlandi. Þeir gætu ekki verið hamingjusamari. Kreppan gerir þeim kleift að framfylgja hugmyndafræði sinni um niðurskurð hjá hinu opinbera og einkavæðingu ríkiseigna án mikillar mótspyrnu, því flestir eru sammála um að hjá niðurskurði verði vart komist. Um leið og hægrimenn brýna hnífinn fullyrða þeir að málið sé hugmyndafræði óskylt og það taki þá þvert á móti sárt. En orð og athafnir stangast á. Þegar tilkynnt var um á þinginu að segja ætti upp hálfri milljón ríkisstarfsmanna brutust út svo skræk fagnaðarlæti meðal íhaldsmanna í salnum að ætla mætti að ungstirnið Justin Bieber hefði gengið inn á hóp unglingsstúlkna. Hugmyndafræðin er óáreiðanleg frilla. Þótt einfaldleiki hennar ylji og fegurð hennar kæti getur þvermóðska hennar komið mönnum í hann krappann. Glaðhlakkalega tilkynnti breska ríkisstjórnin á dögunum að skógar landsins yrðu næsta fórnarlamb niðurskurðar. Þá yrði að einkavæða. Ekki leið þó á löngu uns fjölmiðlar birtu fréttir af því að söluferlið kostaði meira en fengist fyrir skógana. Úps. Þetta var þá hugmyndafræði eftir allt saman. Helsti veikleiki hugmyndafræði er þessi skortur fylgjenda slíkra kenninga á hagnýtum afleiðingum. Heimspekin er praktíkinni ofar. En hvers vegna að eyða orku í að einkavæða skóga ef ávinningurinn er enginn? Á sömu forsendum þykir mér umræðan um að banna búrkur á Íslandi undrum sæta. Þótt þessi klæðnaður íslamskra kvenna sé vissulega birtingarmynd kúgunar sé ég ekki að löggjöf á Íslandi um búrkur hafi nokkurt praktískt gildi. Aldrei hef ég séð búrkuklædda konu ganga niður Laugaveginn. Þegar Svisslendingar bönnuðu að byggðir yrðu fleiri íslamskir bænaturnar í landinu urðu þeir aðhlátursefni. Ætla mátti af umræðunni að ekki yrði þverfótað fyrir bænaturnum í Sviss. Þvert á móti. Þeir voru fjórir. Er ekki æskilegra að einbeita sér að því að leysa raunveruleg vandamál en þau sem hugmyndafræðin býður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Bölsýnismenn eins og ég sem alla tíð hafa búið við glasið hálftómt eru loksins í tísku. Bjartsýni er svo 2007. En þótt félagsskapur okkar sem höfum allt á hornum okkur hafi farið stækkandi um heim allan er einn sá hópur sem leikur á als oddi þessa dagana - ekki aðeins þrátt fyrir harðindin heldur einmitt vegna þeirra. Flestum pólitíkusum hefði þótt súrt að eftir áralanga bið eftir völdum væri nýskollin á kreppa þegar þeir kæmust loks til áhrifa. En ekki íhaldsmönnum sem nú eru við stjórn í Bretlandi. Þeir gætu ekki verið hamingjusamari. Kreppan gerir þeim kleift að framfylgja hugmyndafræði sinni um niðurskurð hjá hinu opinbera og einkavæðingu ríkiseigna án mikillar mótspyrnu, því flestir eru sammála um að hjá niðurskurði verði vart komist. Um leið og hægrimenn brýna hnífinn fullyrða þeir að málið sé hugmyndafræði óskylt og það taki þá þvert á móti sárt. En orð og athafnir stangast á. Þegar tilkynnt var um á þinginu að segja ætti upp hálfri milljón ríkisstarfsmanna brutust út svo skræk fagnaðarlæti meðal íhaldsmanna í salnum að ætla mætti að ungstirnið Justin Bieber hefði gengið inn á hóp unglingsstúlkna. Hugmyndafræðin er óáreiðanleg frilla. Þótt einfaldleiki hennar ylji og fegurð hennar kæti getur þvermóðska hennar komið mönnum í hann krappann. Glaðhlakkalega tilkynnti breska ríkisstjórnin á dögunum að skógar landsins yrðu næsta fórnarlamb niðurskurðar. Þá yrði að einkavæða. Ekki leið þó á löngu uns fjölmiðlar birtu fréttir af því að söluferlið kostaði meira en fengist fyrir skógana. Úps. Þetta var þá hugmyndafræði eftir allt saman. Helsti veikleiki hugmyndafræði er þessi skortur fylgjenda slíkra kenninga á hagnýtum afleiðingum. Heimspekin er praktíkinni ofar. En hvers vegna að eyða orku í að einkavæða skóga ef ávinningurinn er enginn? Á sömu forsendum þykir mér umræðan um að banna búrkur á Íslandi undrum sæta. Þótt þessi klæðnaður íslamskra kvenna sé vissulega birtingarmynd kúgunar sé ég ekki að löggjöf á Íslandi um búrkur hafi nokkurt praktískt gildi. Aldrei hef ég séð búrkuklædda konu ganga niður Laugaveginn. Þegar Svisslendingar bönnuðu að byggðir yrðu fleiri íslamskir bænaturnar í landinu urðu þeir aðhlátursefni. Ætla mátti af umræðunni að ekki yrði þverfótað fyrir bænaturnum í Sviss. Þvert á móti. Þeir voru fjórir. Er ekki æskilegra að einbeita sér að því að leysa raunveruleg vandamál en þau sem hugmyndafræðin býður?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun