Lífið

Leðurtöffarar gera góðverk á Laugavegi í dag

[email protected] skrifar
Fá góða súpu, góða músík, gott skap, góðan húmor og fullt fyrir krakkana að gera.. ég lofa því að það verður gaman, segir Friðþjófur Ó. Johnson félagi í mótorhjólaklúbbnum Sober Riders á Íslandi en hann verður ásamt félögum sínum, mótorhjólamönnum og konum, á Laugavegi 77 í dag, þorláksmessu, að gefa gangandi vegfarendum dýrindis Andskötusúpu sem er fiskréttarsúpa án skötu.

Klúbburinn verður með alls kyns uppákomur án endurgjalds, en með frjálsum framlögum getur fólk styrkt hjálparstarf kirkjunnar.

Hannes Hjálmarsson spilar á gítarinn og dóttir Friðþjófs, Sigurdís 11 ára, hjálpar pabba.

Sjá nánar um viðburðinn sem hefst klukkan 16:00 hér (Facebook).

Soberriders.is










Fleiri fréttir

Sjá meira


×