Lífið

Sögunni sem varð að segja fagnað

[email protected] skrifar
myndir/sigurjón ragnar
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar útgáfu ævisögu Ingimars H. Ingimarssonar eftir Þorfinn Ómarsson var fagnað í Eymundsson, Austurstræti.

Fjöldi mætti til að gleðjast með félögunum en þeir sáust fyrst saman opinberlega aðeins tveimur dögum fyrir útgáfufagnaðinn, enda höfðu skrifin verið á fárra vitorði og samstarfið farið fram milli landa, þar sem Þorfinnur var í Brussel en Ingimar á Íslandi.

Lífssaga Ingimars H. Ingimarssonar er ævintýri líkust – og á köflum eins og æsilegasta njósna- og spennusaga. Hann rak stóra arkitektastofu í Reykjavík, hannaði hús um allan heim en söðlaði um við fall Berlínarmúrsins og haslaði sér völl í viðskiptum í St. Pétursborg. Síðar átti hann eftir að stofna og reka þrjú alþjóðleg flugfélög.

Í lífi hans hafa skipst á skin og skúrir, sigrar og ósigrar, jafnt í einkalífi og starfi, eins og Ingimar greinir frá í bók þeirra Þorfinns Ómarssonar sem nefnist Sagan sem varð að segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×