Viðbótarkostnaður allt að 12 milljarðar 30. september 2011 12:16 Viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi Voga getur orðið allt að tólf milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsnet sendi frá sér fyrr í dag vegna kröfu sveitarfélagsins um að um að línan skuli grafin í jörð í landi Voga. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að gera verði þær kröfur að einstök sveitarfélög leggi ekki í krafti skipulagsvalds steina í götu lögbundinnar og skynsamlegrar uppbyggingar, en sveitarfélagið krefst þess að Suðvesturlína skuli lögð í jörð. Þá segir einnig að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða línu í í jörð yrði sex milljarðar króna og komi til fyrirhugaðrar tvöföldunar yrði kostnaðurinn tólf milljarðar króna. Landsnet segir að óhjákvæmilegt sé við útfærslur á uppbyggingu flutningskerfisins að horfa til heildstæðra lausna óháð sveitarfélagamörkum. Eðli framkvæmda við grunnkerfi, líkt og meginflutningskerfið, er að það liggur um langan veg og oft um mörg sveitarfélög. Hinir lögbundnu þættir sem taka verður tillit til við uppbyggingu kerfisins gilda þannig ekki eingöngu um ákvarðanatöku Landsnets, heldur verða sveitarfélög einnig að líta til þeirra þátta við sína ákvarðanatöku. Því sé ekki mögulegt að byggja útfærslur alfarið á kröfum einstakra sveitarfélaga og verða mjög sterk rök að liggja til grundavallar ef víkja á frá þeirri samfélagslegu skyldu sem hvílir á Landsneti að byggja upp flutningskerfið á hagkvæman og öruggan hátt. Suðurnesjalína 2 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 í jörð í landi Voga getur orðið allt að tólf milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsnet sendi frá sér fyrr í dag vegna kröfu sveitarfélagsins um að um að línan skuli grafin í jörð í landi Voga. Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að gera verði þær kröfur að einstök sveitarfélög leggi ekki í krafti skipulagsvalds steina í götu lögbundinnar og skynsamlegrar uppbyggingar, en sveitarfélagið krefst þess að Suðvesturlína skuli lögð í jörð. Þá segir einnig að viðbótarkostnaður við að grafa fyrirhugaða línu í í jörð yrði sex milljarðar króna og komi til fyrirhugaðrar tvöföldunar yrði kostnaðurinn tólf milljarðar króna. Landsnet segir að óhjákvæmilegt sé við útfærslur á uppbyggingu flutningskerfisins að horfa til heildstæðra lausna óháð sveitarfélagamörkum. Eðli framkvæmda við grunnkerfi, líkt og meginflutningskerfið, er að það liggur um langan veg og oft um mörg sveitarfélög. Hinir lögbundnu þættir sem taka verður tillit til við uppbyggingu kerfisins gilda þannig ekki eingöngu um ákvarðanatöku Landsnets, heldur verða sveitarfélög einnig að líta til þeirra þátta við sína ákvarðanatöku. Því sé ekki mögulegt að byggja útfærslur alfarið á kröfum einstakra sveitarfélaga og verða mjög sterk rök að liggja til grundavallar ef víkja á frá þeirri samfélagslegu skyldu sem hvílir á Landsneti að byggja upp flutningskerfið á hagkvæman og öruggan hátt.
Suðurnesjalína 2 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira